02.12.1971
Sameinað þing: 19. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2495 í B-deild Alþingistíðinda. (2698)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Forseti (EystJ):

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf: „Magnús Jónsson, 2. þm. Norðurl. e., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Hér með leyfi ég mér, herra forseti, sökum óvenjulegra embættisanna í desembermánuði að biðja um leyfi frá þingsetu næstu vikur. Jafnframt óska ég þess, með tilvísun til 138. gr. laga um kosningar til Alþ., að 1. varaþm. Sjálfstfl. í Norðurlandskjördæmi eystra, Halldór Blöndal, taki á meðan sæti mitt á Alþ.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fara fram í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamannsins.

Björn Jónsson,

forseti Ed.

Til forseta sameinaðs Alþingis.“

Hv. kjörbréfanefnd hefur skoðað kjörbréf Halldórs Blöndal.