10.12.1971
Neðri deild: 25. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2496 í B-deild Alþingistíðinda. (2705)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Forseti (GilsG):

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf: „Reykjavík, 9. des. 1971.

Þar sem ég mun ekki geta sótt þingfundi á næstunni vegna sjúkrahúsdvalar, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþ. að óska þess, að 1. varamaður Sjálfstfl. í Norðurlandskjördæmi vestra, Eyjólfur K. Jónsson ritstjóri, taki sæti á Alþ. í forföllum mínum.

Pálmi Jónsson,

5. þm. Norðurl. v.“

Eyjólfur K. Jónsson hefur áður tekið sæti á þessu þingi og hefur því rannsókn á kjörbréfi farið fram. Hann tekur nú sæti 5. þm. Norðurl. v., og býð ég hann velkominn til starfa.