16.02.1972
Sameinað þing: 38. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2501 í B-deild Alþingistíðinda. (2725)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Forseti (EystJ):

Ég vil út af því, sem hv. þm. sagði og snerti forsetana, taka undir, að það er rétt, að ég sagði hér einu sinni fyrir nokkru, að ég mundi beita mér fyrir því, að þessi mál yrðu rædd, forsetar ræddu þessi mál. Ég mun beita mér fyrir því, að þeir ræði þau við formenn þingflokkanna, en að sjálfsögðu eru þessi mál að mjög litlu leyti á valdi forseta. En ég tel það skynsamlega uppástungu, að forsetarnir ræði þessi mál við formenn þingflokkanna, og ég mun beita mér fyrir því, að svo verði gert.