09.03.1972
Sameinað þing: 46. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2507 í B-deild Alþingistíðinda. (2741)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Forseti (EystJ):

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf: „Reykjavík, 8. marz 1972.

Helgi F. Seljan, 6. landsk. þm., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég vegna sérstakra anna heima fyrir mun ekki geta sótt þingfundi næstu vikur, leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþ. að óska þess, að 1. varamaður landsk. þm. Alþb., Stefán Jónsson dagskrárfulltrúi, taki sæti á Alþ. í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fara fram í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamannsins.

Björn Jónsson,

forseti Ed.

Samkv. þessu vil ég biðja hv. kjörbréfanefnd að skoða kjörbréf Stefáns Jónssonar og gefa til þess 5 mín. hlé. — [Fundarhlé.]