17.05.1972
Sameinað þing: 72. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2515 í B-deild Alþingistíðinda. (2777)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Björn Fr. Björnsson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur rannsakað kjörbréf Sigurðar Líndal bónda á Lækjamóti í Vestur-Húnavatnssýslu. Hann mætir hér á þingi í forföllum Björns Pálssonar, 3. þm. Norðurl. v., sem hefur boðað forföll og er ekki lengur á þingi, en fyrir lá yfirlýsing frá 2. varamanni Framsfl. í kjördæminu um það, að hann sæi sér ekki fært að taka sæti í forföllum þm. Björns Pálssonar, en Sigurður J. Líndal er talinn 3. varaþm. Framsfl. í nefndu kjördæmi.

Kjörbréfanefnd mælir með því, að kosningin verði gild metin og kjörbréfið samþykkt.