21.12.1971
Sameinað þing: 28. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2528 í B-deild Alþingistíðinda. (2813)

Þingfrestun og setning þings að nýju

Forsrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Forseti Íslands hefur gefið út svo hljóðandi bréf:

„Forseti Íslands gerir kunnugt: Að ég, að tilskildu samþykki Alþingis, veiti forsrh. umboð til þess að fresta um sinn fundum Alþingis, 92. löggjafarþings, frá 21. des. 1971 eða síðar, ef henta þykir, enda verði þingið kvatt til funda á ný eigi siðar en 20. jan. 1972.

Gert í Reykjavík, 15. desember 1971.

Kristján Eldjárn.

Ólafur Jóhannesson.

Forsetabréf um frestun á fundum Alþingis.“

Samkv. þessu umboði og með tilvísun til samþykkis Alþingis lýsi ég hér með yfir því, að fundum þessa Alþingis, 92. löggjafarþings, er frestað frá 21. des., og verður þingið kvatt til fundar á ný eigi síðar en 20. jan. 1972.

Leyfi ég mér að árna hv. alþm. og starfsmönnum þingsins, svo og landslýð öllum, gleðilegra jóla og farsæls nýárs.