21.12.1971
Sameinað þing: 28. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2529 í B-deild Alþingistíðinda. (2816)

Þingfrestun og setning þings að nýju

Forseti (EystJ):

Samkv. forsetabréfi því, sem hæstv. forsrh. hefur nú kunngert, hefjast nú fundir að nýju í Alþ., og er fundur settur í Sþ. Ég vil leyfa mér að þakka hæstv. forsrh. fyrir góðar óskir hans í garð þingheims og starfsfólks þingsins. Jafnframt vil ég óska hv. þm. gleðilegs nýárs og þakka fyrir liðna árið og bjóða þá alla velkomna til þings.