19.05.1972
Efri deild: 97. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2529 í B-deild Alþingistíðinda. (2818)

Starfslok deilda

Magnús Jónsson:

Ég vil og vona, að ég mæli þar fyrir munn allra hv. þdm., þakka hæstv. forseta fyrir hans góðu óskir og kveðjur í okkar garð. Ég vil jafnframt í nafni okkar allra þakka hæstv. forseta fyrir samvinnuna á þessu langa þingi, fyrir þá prýðilegu fundarstjórn, sem hann hefur leyst hér af hendi, og fyrir alla þá tillitssemi, sem hann hefur sýnt okkur þm. í hvívetna, þegar við höfum haft einhverjar óskir fram við hann að bera. Við óskum honum og fjölskyldu hans allra heilla á þessu komandi sumri og vonumst til þess, að við sjáum hann hér heilan á húfi, þegar við aftur mætumst á komandi hausti. Ég vil leyfa mér að biðja hv. þdm. að taka undir þessi orð mín með því að rísa úr sætum. — [Dm. risu úr sætum.]