20.05.1972
Sameinað þing: 77. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2530 í B-deild Alþingistíðinda. (2823)

Þinglausnir

Forseti (EystJ):

Ég mun að venju gefa stutt yfirlit um störf Alþingis.

Þingið hefur staðið frá II. okt. til 21. des. 1971 og frá 20. jan. til 20. maí 1972, alls 194 daga.

Þingfundir hafa verið haldnir sem hér segir:

Í neðri deild

90

Í efri deild

97

Í sameinuðu þingi

77

Alls

264

Þingmál og úrslit þeirra hafa orðið sem hér segir:

1. Lagafrumvörp:

1.

Stjórnarfrumvörp:

a.

Lögð fyrir neðri deild

45

b.

Lögð fyrir efri deild

35

c.

Lögð fyrir sameinað þing

2

82

2.

Þingmannafrumvörp:

a.

Borin fram í neðri deild

37

b.

Borin fram í efri deild

27

64

-

146

Úrslit lagafrumvarpa urðu þessi:

a.

Afgreidd sem lög:

Stjórnarfrumvörp

67

Þingmannafrumvörp

25

92

b.

Vísað til ríkisstjórnarinnar:

Stjórnarfrumvarpi

1

Þingmannafrumvörpum

5

6

c.

Ekki útrædd:

Stjórnarfrumvörp

14

Þingmannafrumvörp

34

48

146

II. Þingsályktunartillögur:

Bornar fram í sameinuðu þingi

109

Bornar fram í neðri deild

7

116

Úrslit urðu þessi:

a.

Ályktanir Alþingis

45

b.

Ályktanir neðri deildar

1

46

c.

Vísað til ríkisstjórnarinnar:

Í sameinuðu þingi

12

Í neðri deild

3

15

d.

Ekki útræddar:

Í sameinuðu þingi

52

Í neðri deild

3

55

116

III. Fyrirspurnir:

Bornar fram í sameinuðu þingi

61

Borin fram í neðri deild

1

Borin fram í efri deild

1

63

Sumar eru fleiri saman á þskj., svo

að málatala þeirra er ekki nema

26

Allar voru fsp. þessar ræddar nema

fjórar.

Mál til meðferðar í þinginu urðu

288

Tala prentaðra þingskjala

966

Eins og sjá má af því, sem nú hefur verið rakið, hefur þetta verið óvenju annasamt og afkastamikið þing. Mörg stórmál hafa verið afgreidd og verulegur ágreiningur orðið um sum þeirra, sem verða vill, þegar meirihlutaskipti verða á Alþ. og stjórnarskipti og ný stefna er mótuð í löggjafarstarfinu.

Hvað sem ágreiningi liður og ólíkum viðhorfum í mörgu tilliti, mun þó allur þingheimur sameinast um þá ósk nú í lokin, að störf þessa Alþingis, sem nú er að ljúka, megi verða til farsældar landi og þjóð.

Margs er að minnast frá þingstörfunum að þessu sinni, en minnisstæðastur verður okkur 15. febr. Þann dag ákvað Alþingi með 60 shlj. atkv. að færa fiskveiðilandhelgi Íslands út í 50 sjómílur frá grunnlínum 1. sept. n. k. 15. febrúar 1972 varð þar með einn af merkustu dögunum í viðburðaríkri sögu Alþingis og þá um leið í sögu þjóðarinnar. Gott er þess að minnast, að þjóðin öll stendur að baki þessari ákvörðun, sem tekin var af 60 mönnum í þessum sal og þá einnig öllu því, sem gera þarf til þess að koma þessu máli heilu í höfn.

Sameinuð mun þjóðin taka því, sem að höndum ber á þeirri leið, og í engu hvika frá þeirri ákvörðun, sem hér var tekin. Þessi órjúfandi samheldni mun tryggja farsæl úrslit þessa mikla máls.

Ég þakka hv. þm. og hæstv. ríkisstj. fyrir góða samvinnu. Deildarforsetum og varaforsetum þakka ég gott og náið samstarf, sem hefur verið meira og með öðru sniði en áður hefur tíðkazt á Alþ. og að mínu mati til góðs fyrir þingstörfin og stofnunina sjálfa. Skrifurum þingsins þakka ég mikilsverða aðstoð og gott starf. Starfsfólki Alþingis færi ég alúðarþakkir fyrir ágætt framlag til þingstarfanna á óvenju annasömu þingi. Þm. öllum óska ég góðrar heimferðar og heimkomu og læt í ljós þá von, að öll megum við heil hittast hér á næsta hausti. Öllum landsmönnum óska ég árs og friðar.