20.05.1972
Sameinað þing: 77. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2532 í B-deild Alþingistíðinda. (2824)

Þinglausnir

Geir Hallgrímsson:

Herra forseti. Ég vil fyrir hönd okkar þm. þakka hlý orð og góðar óskir. Ég veit líka, að ég mæli fyrir hönd allra þm., þegar ég þakka hæstv. forseta fyrir röggsama og réttsýna fundarstjórn, lipurð og góða samvinnu við okkur þm. í fundarstjórnarstörfum öllum. Við látum í ljós þá ósk og von, að hæstv. forseti og fjölskylda hans eigi ánægjulegt sumar og óskum þeim alls velfarnaðar í nútíð og framtíð. Ég vonast til þess, að við þm. sjáum hæstv. forseta heilan og hressan, þegar við hittumst aftur á næsta þingi. Þessum árnaðaróskum og þökkum til staðfestingar vildi ég leyfa mér að biðja þm. að rísa úr sætum. — [Þingmenn risu úr sætum.]