12.04.1972
Neðri deild: 59. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 129 í C-deild Alþingistíðinda. (2931)

241. mál, Framleiðsluráð landbúnaðarins

Vilhjálmur Hjálmarsson:

Herra forseti. Ja, ég vil nú ekki, að það sé neinn misskilningur á milli okkar þm. Austf. í þessum umr. Ég held, að það sé líka óþarfi. En hafi ég ekki sagt það nægilega skýrt áðan, þá vil ég segja það nú, að meginhluti fjár Atvinnujöfnunarsjóðs hefur gengið til dreifbýliskjarna víðs vegar um land, en ekki til landbúnaðarins, ekki til sveitanna, — meginhlutinn til dreifbýliskjarnanna. Þetta hélt ég, að ég hefði sagt áðan. Hafi ég ekki sagt það þá, þá hef ég a. m. k. sagt það nú.