03.11.1971
Efri deild: 9. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 165 í C-deild Alþingistíðinda. (2958)

50. mál, almannatryggingar

Auður Auðuns:

Herra forseti. Hæstv. ráðh. hefur kannske misskilið mig eða ég hef spurt eitthvað óljóst. Hann taldi aftur upp þær breytingar á tryggingalögunum, sem í ráði væri að gera, og ég heyrði það nú allt í fyrra sinnið og mundi það. En ég skil það þá þannig, að það, sem hæstv. ráðh. nú hefur talið upp, séu þau atriði, sem eigi að koma til framkvæmda um næstu áramót, og annað verði látið bíða. Ég veit ekki, hvort ég á að skilja það þannig. Það, sem fyrir mér vakti, var aðallega að spyrja um hækkanir á einstökum bótum og hann nefndi reyndar það í sambandi við sjúkratryggingarnar, hækkanir í krónum. En það eru aðrir stórir bótaflokkar og annað en tekjutryggingin, sem mér lék nú helzt hugur á að fá eitthvað að vita um.