11.11.1971
Sameinað þing: 12. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 30 í B-deild Alþingistíðinda. (31)

71. mál, innlent lán

Fjmrh. (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð út af ræðu hv. 3. landsk. þm., sem ég vildi gefa skýringu á, að með þessu frv. er breytt frá því, sem áður hefur verið, að nú eru bréfin skráð á nöfn. Með þeim hætti er ekki hægt að komast inn á þá leið, sem hann taldi, því að skattyfirvöld gætu, ef þau vildu, haft aðgang að þessu, en kjörin eru alveg hliðstæð því, sem er á sparifénu. Þar eru bæði vextir og höfuðstóll skattfrjáls, og þess vegna er þarna um alveg hliðstæð kjör að ræða, en breytingin er fólgin í því, að bréfin eru skráð á nöfn, og þar með er hægt að rekja slóð þeirra, ef með þarf.