05.05.1972
Efri deild: 76. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 456 í C-deild Alþingistíðinda. (3244)

98. mál, Þjóðleikhús

Frsm. (Ragnar Arnalds) :

Herra forseti. Ég er alveg sammála hv. 2. þm. Norðurl. e. um það, að þetta er óeðlilegt orðalag, og mér þykir eðlilegast, að deildin breyti þessu nú við 3. umr., þannig að ekki þurfi að vera neinn vafi á um þetta efni. Það er öllu lakara, ef þarf að bíða eftir því, að hv. Nd. breyti þessu, því að þá þarf að senda frv. aftur til Ed., en nú er liðið að þinglokum, svo að ég vil leyfa mér að flytja skrifl. brtt. og vænti þess, að forseti leiti afbrigða, þar sem hún er seint fram komin.

Hún er við 6. gr. frv.: Í stað orðanna „skal lögð til grundvallar“ komi skal höfð til hliðsjónar. Setningin verður þá á þessa leið: Staðfest áætlun skal höfð til hliðsjónar við fjárveitingar til leikhússins.