08.02.1972
Sameinað þing: 35. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 14 í D-deild Alþingistíðinda. (3349)

43. mál, leikfélög áhugamanna

Frsm. (Gísli Guðmundsson):

Herra forseti. Allshn. hefur haft til meðferðar till. til þál. á þskj. 44 um endurskoðun laga um stuðning við leikfélög áhugamanna. Það er efni þessarar till., að taka skuli til endurskoðunar lög nr. 15 frá 1965 um fjárhagslegan stuðning við leiklistarstarfsemi áhugamanna. En með þessum lögum frá 1965 er leikfélögum áhugamanna skipt í flokka, a– og

b-flokk, og er þar nánar tilgreint, hvaða skilyrðum leikfélög í hvorum flokki þurfa að fullnægja til þess að njóta fjárhagsaðstoðar frá menntmrn. og hve háar upphæðir þar skuli vera um að ræða. Leikfélag Reykjavikur og Bandalag ísl. leikfélaga eru í sérflokki samkv. þessum lögum.

N. hefur athugað till. og fengið um hana umsögn frá Bandalagi ísl. leikfélaga og Sambandi ísl. sveitarfélaga, og hafa henni borizt svör, sem eru jákvæð gagnvart till., frá þessum aðilum. Að athuguðu máli leggur n. til, að till. verði samþ. eins og hún liggur fyrir á þskj. 44.