08.02.1972
Sameinað þing: 35. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 17 í D-deild Alþingistíðinda. (3356)

110. mál, endurskoðun á loftferðalögum

Frsm. (Lárus Jónsson):

Herra forseti. Allshn. hefur haft til meðferðar till. til þál. á þskj. 133 um endurskoðun á loftferðalögum. N. hefur athugað þessa till. og sent hana til umsagnar flugmálastjóra og Félagi ísl. atvinnuflugmanna. Í umsögn Félags ísl. atvinnuflugmanna kemur m.a. þetta fram, með leyfi hæstv. forseta:

„Stjórn Félags ísl. atvinnuflugmanna telur gild rök hníga að því, að framanskráð atriði loftferðalaga verði endurskoðuð, og væntir þess, að endurskoðun laganna verði ekki takmörkuð við þau, heldur nái hún til fleiri atriða, sem Félag ísl. atvinnuflugmanna hefur áður bent á, svo sem hámarksvinnutíma, lágmarkshvíldartíma flugmanna og fleiri atriða.“

Allshn. hefur sem sagt haft þessa till. til meðferðar og leggur til að hún verði samþ. eins og hún kemur fram á þskj. 133.