08.02.1972
Sameinað þing: 35. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 18 í D-deild Alþingistíðinda. (3362)

117. mál, skaðabótamál vegna slysa

Frsm. (Lárus Jónsson):

Herra forseti. Allshn. hefur haft til meðferðar till. til þál. á þskj. 145 og hefur sent till. Tryggingastofnun ríkisins til umsagnar, sem hefur sent jákvæða umsögn til n., og n. mælir einróma með því, að till. verði samþ., eins og hún kemur fram á þskj. 145.