04.11.1971
Sameinað þing: 10. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 20 í D-deild Alþingistíðinda. (3368)

16. mál, öflun skeljasands til áburðar

Friðjón Þórðarson:

Herra forseti. Till. þessi fjallar um öflun skeljasands til áburðar. Hún verður væntanlega athuguð í n. og rannsökuð rækilega. Í grg. er minnzt á kostnaðarsaman flutning á skeljasandi og svo auðvitað rætt um. hvernig eigi að afla hans, dæla honum upp úr sjó og landsetja hann. Ég vil minnast á það, að við skelfiskveiðar berst á land mikið magn af skel. Aðeins vöðvinn innan úr skelinni er nú nýttur við vinnslu eða um 10% eða svo miðað við þyngd upp úr sjó. Að öðru leyti er lítil nýting á skelinni nema þá helzt að nota hana sem ofaníburð í vegi. Mér dettur í hug, að með því að mylja skelina mætti fá þarna efni, sem hentað gæti í þessu skyni. Þess vegna kemur mér í hug að beina því til þeirrar n„ sem fær þessa till. til athugunar, hvort hugsanlegt væri að nýta skel þá, sem hér um ræðir og komin er á land hvort sem er í miklum mæli, í þágu þess málefnis, sem þáltill. þessi fjallar um.