11.04.1972
Sameinað þing: 55. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 118 í D-deild Alþingistíðinda. (3427)

180. mál, sérfræðileg aðstoð við þingnefndir

Flm. (Gísli Guðmundsson):

Herra forseti. Hér eru mörg mál á dagskrá, og ég skal því verða mjög fáorður og láta mér nægja að vísa til þeirrar grg., sem fylgir þáltill. á þskj. 344 um sérfræðilega aðstoð við þingnefndir, en till. er flutt í þeim tilgangi að greiða fyrir störfum þingnefnda og þar með Alþ. á þann hátt, sem þar er nánar tiltekið. Flm. till. eru sjö talsins, en það eru reyndar nm. í allshn. Sþ. Formlega er hún ekki flutt af n., en þar sem nm. allir standa að henni, vil ég leyfa mér að láta niður falla að leggja til, að henni verði vísað til n., en ef það væri gert, þá geri ég ráð fyrir, að það yrði þessi hin sama n., sem í raun og veru stendur að till. Það er ekki venja að vísa till. aftur til n., sem að henni stendur.