18.04.1972
Sameinað þing: 57. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 151 í D-deild Alþingistíðinda. (3476)

12. mál, samgöngumál Vestmannaeyinga

Frsm. (Ágúst Þorvaldsson):

Herra forseti. Fjvn. hefur haft til athugunar þessa þáltill. á þskj. 12 um samgöngumál Vestmanneyinga og hefur orðið sammála um að flytja hér brtt. Nefndinni þótti málið svo viðamikið, eins og það er í till., að ástæða væri til þess, að sérstök nefnd fjallaði um samgöngumál Vestmanneyinga, og leggur það til í sinni brtt., að nefnd verði skipuð. Nál. er svo hljóðandi:

Fjvn. hefur haft til athugunar till. til þál. á þskj. 12 um samgöngumál Vestmanneyinga. Var till. send til umsagnar Skipaútgerðar ríkisins og flugmálastjórnar. Umsagnir hafa borizt frá báðum aðilum. Nefndin hefur orðið sammála um að leggja til, að þáltill. verði samþ. með eftirfarandi breytingu:“

Ég sé nú enga ástæðu til þess að lesa þessar umsagnir. Þær eru viðamiklar og mundi vera langt mál að lesa þær. Í umsögnunum kemur ekki beinlínis fram afstaða til till. En fjvn. leggur til, að tillgr. orðist þannig:

„Alþingi ályktar að fela samgrh. að skipa fimm manna nefnd, er gera skal till. um það, með hverjum hætti samgöngur við Vestmannaeyjar verði bezt tryggðar. Skulu tveir nm. tilnefndir af bæjarstjórn Vestmannaeyja, einn af Skipaútgerð ríkisins, einn af flugmálastjórn og einn af samgrn„ og skal hann vera formaður nefndarinnar. Kostnaður af störfum nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði.“

Allir viðstaddir nm., átta að tölu, skrifa undir þetta nál., en einn var fjarstaddur við afgreiðslu málsins.

Ég sé ekki ástæðu til þess að flytja hér lengra mál í sambandi við þessa till. Ég tók þátt í umr. um þetta í vetur, þegar till. var til umr., og hef ekki neitt nýtt að segja um málið, en vænti þess, að sú brtt., sem fjvn. leggur til að gera, nái samþykki hér á hinu háa Alþingi.