28.04.1972
Sameinað þing: 62. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 180 í D-deild Alþingistíðinda. (3530)

172. mál, framkvæmdaáætlun fyrir Norðurlandskjördæmi vestra

Frsm. (Stefán Gunnlaugsson):

Herra forseti. Allshn. hefur haft til meðferðar till. til þál. á þskj. 331 um sérstaka framkvæmdaáætlun fyrir Norðurl. v. Þessi till. var send til umsagnar Sambandi ísl. sveitarfélaga, sem mælti með samþykkt hennar, en n. taldi rétt, að þessi áætlunargerð yrði unnin í samráði við Fjórðungssamband Norðlendinga. Hefur því n. gert þá till. til breytingar á þáltill., að því atriði verði bætt inn í hana og hún orðist því svo:

„Alþingi ályktar að skora á ríkisstj. að fela Framkvæmdastofnun ríkisins að gera í samráði við Fjórðungssamband Norðlendinga sérstaka framkvæmdaáætlun fyrir Norðurl. v. vegna hins mikla og stöðuga atvinnuleysis í kjördæminu.“

Allshn. leggur til, að till. verði samþ. þannig orðuð.