18.12.1971
Efri deild: 34. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 451 í B-deild Alþingistíðinda. (375)

126. mál, almannatryggingar

Auður Auðuns:

Herra forseti. Ég vil aðeins láta þess getið, að þegar ég spurði, hvort hægt væri að fá upplýsingar um, hvað væri áætlað, að launaskatturinn gæfi, þá var mér vitaskuld kunnugt um, að í fjárlagafrv., sem er lagt fram í þingbyrjun, er hann áætlaður 700 millj., og þarf þá ekki annað en að reikna hlutfallslega, hvað þessi framlenging launaskatts þýðir. Það, sem ég átti við, var nú eiginlega það, vegna þess að maður veit það, að tekjur manna stórhækka á næsta ári vegna samninganna í haust, hvort það væri einhver áætlun um það með tilliti til þeirrar hækkunar, hvað búast mætti við, að launaskatturinn gæfi.