16.05.1972
Sameinað þing: 71. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 389 í D-deild Alþingistíðinda. (3842)

123. mál, endurgreiðsla söluskatts til rithöfunda

Sverrir Hermannsson:

Herra forseti. Ég vil taka það fram. að allt frá því að till. á þskj. 166 var fram lögð, þá hef ég verið henni fylgjandi. Ég tek hins vegar fram, að eftir að hafa athugað þá brtt., sem fram hefur verið lögð af hv. 5. þm. Reykv., þá get ég út af fyrir sig fellt mig við þá afgreiðslu, af því að hún inniber það sama, þótt með öðru orðalagi sé, sem eftir íhugun virðist vera betra.

Ég sé, að samkv. nál. á þskj. 725 er það lagt til, að málinu verði vísað til ríkisstj. Ég verð nú að segja, að ég felli mig satt að segja ekki mjög vel við þá afgreiðslu yfirleitt, enda þótt svo kunni að skipast í málum, að rétt sé að gera það. Og alla vega verða menn nú að virða mér það til vorkunnar, þó að ég sé núna í þessu falli ekki sérlega áfram um þá afgreiðslu. En ég ítreka stuðning minn við þetta mál. Ég ætla ekki að rökræða hér um þá nauðsyn, að Íslendingar og Alþingi Íslendinga geri vel við rithöfunda sína og listamenn.