19.05.1972
Sameinað þing: 75. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 410 í D-deild Alþingistíðinda. (3890)

95. mál, upplýsingaskylda stjórnvalda

Frsm. (Gísli Guðmundsson):

Herra forseti. Allshn. hefur haft til meðferðar till. til þál. á þskj. 108, um upplýsingaskyldu stjórnvalda. N. hefur athugað till. og leitað umsagna, og að athuguðu máli leggur hún til einróma, að till. verði samþ. með þeirri breytingu, að tillgr. orðist svo:

„Alþingi ályktar að fela ríkisstj. að láta undirbúa og leggja fyrir næsta þing frv. til l. um. hver sé skylda stjórnvalda og ríkisstofnana til að skýra opinberlega frá störfum sínum og ákvörðunum og hvenær beri að veita þeim, sem þess óska, aðgang að reikningum og skjölum, sem almenning varða.“

Það er sem sé till. n., að till. verði samþ. þannig breytt sem ályktun Alþingis.