11.10.1971
Sameinað þing: 0. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 10 í B-deild Alþingistíðinda. (4)

Þingsetning

Frsm. 1. kjördeildar (Ágúst Þorvaldsson):

Herra forseti. 1. kjördeild hefur komið saman til fundar og fengið til athugunar kjörbréf þeirra þm., sem sæti eiga í 3. kjördeild. Kjördeildin hefur athugað þessi kjörbréf og mun ég nú lesa þau. Aðeins tvö kjörbréf vantaði af þeim, sem kjördeildin átti að fá til meðferðar, en símskeyti hafa borizt frá hlutaðeigandi yfirkjörstjórnum um kjör þeirra manna, sem kjörbréfin vantaði. Vegna Björns Pálssonar alþm. barst svo hljóðandi símskeyti:

„Samkvæmt beiðni staðfestist hér með, að Björn Pálsson bóndi, Ytri-Löngumýri, Svínavatnshreppi, Austur-Húnavatnssýslu, var í alþingiskosningunum 13. júní s.l. kjörinn 3. þm. í Norðurlandskjördæmi vestra og fékk sem slíkur útgefið kjörbréf sér til handa.

F.h. yfirkjörstjórnar Norðurlandskjördæmis vestra.

Elías I. Elíasson.“

Sömuleiðis vantaði kjörbréf Friðjóns Þórðarsonar. Hér er símskeyti frá Akranesi:

„Friðjón Þórðarson sýslumaður, Stykkishólmi, á Alþingi í Reykjavík.

Það vottast hér með, að þér eruð rétt kjörinn 4. þm. Vesturlands.

F.h. yfirkjörstjórnar Vesturlands.

Jónas Thoroddsen

formaður.“

Þá mun ég taka kjörbréfin fyrir hvert fyrir sig.

1. Kjörbréf Eggerts G. Þorsteinssonar, en hann hlaut 1. uppbótarþingsæti Alþfl., útgefið af landskjörstjórn.

2. Kjörbréf Þórarms Þórarinssonar sem 4. þm. Reykv., útgefið af yfirkjörstjórn Reykjavíkur.

3. Kjörbréf Sverris Hermannssonar sem 4. þm. Austf., útgefið af yfirkjörstjórn Austurlandskjördæmis.

4. Kjörbréf Steingríms Hermannssonar, Mávanesi 19, Garðahreppi, sem 1. þm. Vestf., útgefið af yfirkjörstjórn Vestfjarðakjördæmis.

5. Kjörbréf Stefáns Valgeirssonar, Auðbrekku í Hörgárdal, sem 4. þm. Norðurl. e., útgefið af yfirkjörstjórn Norðurlandskjördæmis eystra.

6. Kjörbréf Ragnars Arnalds skólastjóra, Varmahlíð, Seyluhreppi, Skagafjarðarsýslu, sem 4. þm. Norðurl. v., útgefið af yfirkjörstjórn Norðurlandskjördæmis vestra.

7. Kjörbréf Páls Þorsteinssonar sem 3. þm. Austf., útgefið af yfirkjörstjórn Austurlandskjördæmis.

8. Kjörbréf Odds ólafssonar, Reykjalundi, Mosfellssveit, sem 3. þm. Reykn., útgefið af yfirkjörstjórn Reykjaneskjördæmis.

9. Kjörbréf Magnúsar Torfa Ólafssonar sem 9. þm. Reykv., útgefið af yfirkjörstjórn Reykjavíkur.

10. Kjörbréf Lúðvíks Jósepssonar sem 2. þm. Austf., útgefið af yfirkjörstjórn Austurlandskjördæmis.

11. Kjörbréf Hannibals Valdimarssonar, Selárdal, Barðastrandarsýslu sem 3. þm. Vestf., útgefið af yfirkjörstjórn Vestfjarðakjördæmis.

12. Kjörbréf Jónasar Árnasonar, Reykholti, sem 5. þm. Vesturl., útgefið af yfirkjörstjórn Vesturlandskjördæmis.

13. Kjörbréf Jóns Arnasonar, Akranesi, sem 2. þm. Vesturl., útgefið af yfirkjörstjórn Vesturlandskjördæmis.

14. Kjörbréf Ingólfs Jónssonar, Hellu, sem 1. þm. Sunnl., útgefið af yfirkjörstjórn Suðurlandskjördæmis.

15. Kjörbréf Halldórs E. Sigurðssonar, Borgarnesi, sem 3. þm. Vesturl., útgefið af yfirkjörstjórn Vesturlandskjördæmis.

16. Kjörbréf Guðlaugs Gíslasonar sem 3. þm. Sunnl., útgefið af yfirkjörstjórn Suðurlandskjördæmis.

17. Kjörbréf Geirs Hallgrímssonar sem 2. þm. Reykv., útgefið af yfirkjörstjórn Reykjavíkur.

18. Kjörbréf Einars Ágústssonar sem 11. þm. Reykv., útgefið af yfirkjörstjórn Reykjavíkur.

19. Kjörbréf Bjarna Guðnasonar prófessors sem 3. landsk. þm., útgefið af landskjörstjórn.

20. Kjörbréf Ásgeirs Bjarnasonar, Ásgarði í Dölum, sem 1. þm. Vesturl., útgefið af yfirkjörstjórn Vesturlandskjördæmis.

Kjörbréf Skúla Alexanderssonar, Hellissandi, sem 1. varaþm. Alþb. í Vesturlandskjördæmi, útgefið af yfirkjörstjórn Vesturlandskjördæmis.

Eins og ég sagði í upphafi, hefur 1. kjördeild athugað þessi kjörbréf og samþykkti að leggja til, að kosning þessara þm. verði tekin gild og kjörbréfin samþykkt.