05.04.1972
Neðri deild: 57. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 487 í D-deild Alþingistíðinda. (4001)

109. mál, leigugjald fyrir íbúðir

Frsm. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Heilbr.-– og félmn. hefur fjallað um þetta mál og hefur orðið á einu máli um að leggja til, að því verði vísað til ríkisstj. Þegar n. hóf að kynna sér málið, varð henni ljóst, að athugun fer þegar fram á efni till. og af hálfu hæstv. félmrh. eða hans rn. var n. kunngert, að sú athugun, sem fjallað er um í till., muni verða leidd til endanlegra lykta og n. dró af því þá ályktun, að hæstv. ríkisstj. teldi hér vera um athyglisvert mál að ræða, sem hún vonar, að fái hina rækilegustu athugun, sem síðan verði birt hinu háa Alþingi, þegar henni er endanlega lokið, sem okkur var tjáð, að ætti að geta orðið á næsta Alþingi. Það er því samhljóða till. n., að málinu verði vísað til ríkisstj.