16.05.1972
Sameinað þing: 71. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 531 í D-deild Alþingistíðinda. (4091)

194. mál, aðsetur ríkisstofnana og embættismanna

Frsm. (Lárus Jónsson):

Herra forseti. Allshn. hefur haft til meðferðar till. til þál. á þskj.. 370, um aðsetur ríkisstofnana og embætta með tilliti til landsbyggðar. Nefndin hefur gefið út svofellt nál.:

Allshn. hefur athugað till. til þál. á þskj. 370, um aðsetur ríkisstofnana og embætta með tilliti til landsbyggðar. Nefndin er sammála um, að nauðsyn beri til að slík endurskoðun fari fram, eins og ráð er fyrir gert í till. Á hinn bóginn hefur nefndinni borizt vitneskja um, að ríkisstj. hafi skipað nefnd til þess að gera till. um staðarval og flutning ríkisstofnana út um land. Því leggur nefndin til að málinu verði vísað til ríkisstj.