13.12.1971
Sameinað þing: 23. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 541 í B-deild Alþingistíðinda. (459)

1. mál, fjárlög 1972

Forseti (EystJ):

Í samræmi við venju, sem skapazt hefur allmörg undanfarin ár, hefur verið leitað samkomulags þingflokkanna um að fresta almennum stjórnmálaumr., sem á að halda við 1. umr. fjárlaga, svo kölluðum eldhúsdagsumr., en til þess þarf afbrigði frá þingsköpum. Formenn þingflokkanna mæla með því afbrigði og leyfi ég mér að leita þess.