14.12.1971
Sameinað þing: 24. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 543 í B-deild Alþingistíðinda. (464)

1. mál, fjárlög 1972

Frsm. meiri hl. (Geir Gunnarsson):

Herra forseti. Eins og fram kemur í nál. meiri hl. fjvn. á þskj. 182, hefur n. ekki orðið sammála um afgreiðslu fjárlagafrv. N. stendur þó sameiginlega að brtt. á þskj. 174 og 177, en fulltrúar Sjálfstfl. og fulltrúi Alþfl. í n. hafa þann fyrirvara, að þeir hafi óbundnar hendur um fylgi við einstakar brtt. n., og áskilja sér rétt til þess að fylgja eða flytja brtt., sem fram hafa komið.

N. hóf störf við athugun frv. þegar, er hún var kosin, og hefur haldið 36 fundi, auk þess sem einstakir nm. hafa starfað í undirnefndum, sem hafa annazt athuganir á sérstökum málaflokkum, skólabyggingamálum, hafnamálum, fyrirhleðslum, lífeyris- og styrktarfjárgreiðslum. Hagsýslustjóri, Gísli Blöndal, hefur setið allflesta fundi n. og veitt henni hina mikilsverðustu aðstoð við afgreiðslu málsins. Lagt var kapp á að ljúka fyrir þessa umr. afgreiðslu n. á till. um fjárveitingar til hafnaframkvæmda, sjúkrahúsabygginga og læknamiðstöðva, fyrirhleðslna og styrktarfjár og ýmissa eftirlauna, og liggja till. n. um alla þessa málaflokka nú fyrir við 2. umr., en ýmis einstök erindi bíða endanlegrar afgreiðslu milli 2. og 3. umr.

Til þess að ná þessu marki hefur þurft að leggja ströng fundahöld á nm., ekki sízt á þá, sem í undirnefnd í skólamálum hafa starfað, en þeir hafa iðulega mátt leggja nótt við dag og á það ekki síður við um fulltrúa minni hl. en meiri hl. Vil ég við þetta tækifæri flytja meðnm. mínum öllum sérstakt þakklæti mitt fyrir vel unnin störf og einstaklega ánægjulegt samstarf og umhurðarlyndi við mig sem formann. Mjög mikið af fundartíma n. hefur, sem jafnan fyrr, verið varið til viðtala við forráðamenn ríkisstofnana um þann rekstur, sem þeir hafa með höndum, og beiðnir þeirra um fjárveitingar. Samtímis hafa legið fyrir n. erindi frá stofnunum, félagssamtökum og einstaklingum svo hundruðum skiptir, eða nú, þegar 2. umr. fer fram, um 550 erindi, — líklega fleiri en nokkru sinni fyrr. Auk þeirra embættismanna, sem komið hafa til viðtals við n., hefur hún á fundum sínum átt viðtal við fjölmarga aðra aðila, sem erindi hafa sent til n.

Verulegur hluti og allt of stór hluti þessara 550 erinda, sem fyrir n. hafa legið, hafa borizt svo seint, að í rauninni er ókleift, að n. gefist ráðrúm til þess að kanna þau sem vert væri. Það lýsir aðstöðu n. í þessu efni líklega bezt að geta þess, að fyrri helming nóvembermánaðar bárust n. um 120 erindi og síðari helming nóvembermánaðar um 150 erindi og í desembermánuði um 100, þ.e. að í nóvember og desember bárust samtals 370 erindi. Í sambandi við tillögugerð í skólamálum og hafnamálum hefur það mjög háð undirnefndunum og n. allri, hve seint grg. berast frá menntmrn. og hafnamálaskrifstofunni, og kemur þetta sér þó sýnu verr að því er tekur til skólamála, vegna þess hve yfirgripsmikil þau eru, og veldur óþarflega miklu álagi á þá, sem í undirnefnd skólamála hafa starfað, þegar þessar grg. loks berast. Ástæðurnar til þess, hversu seint þessar stofnanir skila gögnum sínum, eru sjálfsagt að verulegu leyti þær, hversu seint upplýsingar og umsóknir berast til þessara stofnana frá sveitarfélögum og hversu lengi er beðið eftir þeim áður en gögnin eru fullunnin og send fjvn. Erfiðleikarnir, sem af þessu hljótast, eru margvíslegir og skal ég í því sambandi benda á, í fyrsta lagi: Þess er naumast að vænta, að umsóknir og erindi, sem berast svo seint, t.d. í nóvember og desember, en það eru 370 erindi að þessu sinni, geti hlotið þá athugun og meðferð, sem til er ætlazt. Er raunar óhjákvæmilegt, að sú spurning vakni meðal nm., hversu alvarlega eigi að taka umsóknir um milljóna króna fjárveitingar til nýrra framkvæmda, þegar þeim er kastað á borð þeirra um það leyti, sem n. á að vera að ljúka störfum. Í öðru lagi: Engin leið er fyrir nm. að gera sér ljóst, þegar störf hefjast, eða yfirleitt meginhluta starfstímans, hvað í rauninni liggi fyrir af fjárlagabeiðnum, þegar gera verður ráð fyrir, að von sé á umsóknum um hin veigamestu mál allt fram til síðasta dags, sem n. hefur málið til meðferðar. Í þriðja lagi: Þegar svo lengi þarf að bíða grg. frá ráðuneytum og stofnunum ríkisins, e.t.v. vegna þess hversu þær stofnanir bíða lengi eftir erindum, veldur það slíku álagi á fjvn., að nm. slitna um alllangt skeið undir lokin í rauninni að verulegu leyti úr tengslum við önnur störf þingsins. Í fjórða lagi: Í störfum sínum í undirnefndum fjvn. og í n. sjálfri þurfa nm. að sjálfsögðu að hafa sem nánast samband við aðra þm. vegna tillögugerðar í n. um mái. sem varða framkvæmdir eða þjónustu í einstökum kjördæmum. Bæði nm. og aðrir þm. þurfa á þessu sambandi að halda, til þess að sem allra mest af upplýsingum og athugasemdum komi fram, áður en fjvn. leggur sínar tillögur fram. Raunin er sú, að vegna þess hversu seint gögnin berast, umsóknir frá aðilum og grg. rn. og annarra stofnana ríkisins, þarf að vinna störfin í undirnefndum og n. sjálfri á svo skömmum tíma, að í stað þess að nm. gefist tóm til samráðs við aðra þm. um mái. sem varða þeirra kjördæmi, verða nm. helzt að reka þá af höndum sér til þess að hafa næði til að ljúka störfum sínum fyrir tiltekinn tíma. Þetta er jafnóþolandi fyrir fjvn.-menn og aðra þm., og á þessu verður að fást breyting.

Allt ber því að sama brunni um afleiðingarnar af því, hversu seint umsóknir og gögn berast til fjvn. og rn. Að mínum dómi, og ég hygg nm. yfirleitt, verður að taka upp nýja hætti í þessu efni og setja ákveðin tímamörk um móttöku erinda. Það mun reynast öllum aðilum fyrir beztu. Forráðamönnum ríkisstofnana er gert að skila fjárlagatillögum fyrir stofnanir sínar fyrir lok maímánaðar vegna næsta fjárlagaárs, og ég held, að unnt ætti að vera að haga málum svo, að fjárlagaumsóknir frá sveitarfélögum, félagasamtökum, stofnunum og einstaklingum væru komnar fram, áður en þing kemur saman, jafnvel t.d. fyrir lok ágústmánaðar. Slíkar reglur þyrftu ekki að vera einstrengingslegri en svo, að þegar sérstakar ástæður eru fyrir hendi, yrðu umsóknir, sem síðar bærust, teknar til afgreiðslu. Aðalatriðið er, að svo til allar umsóknir og gögn lægju fyrir, þegar n. hæfi störf. Jafnvel mætti hugsa sér, að undirnefnd, sem starfað hefði milli þinga og skipuð er einum fulltrúa frá hverjum þingflokki, hefði þá kannað erindin og aflað þeirra upplýsinga, sem hún teldi nauðsynlegt að tiltækar væru, þegar n. hæfi störf í októbermánuði.

Ég hef gert þessi atriði að umtalsefni, vegna þess að ég tel, að hér sé um mikilsvert mál að ræða varðandi afgreiðslu fjárlaga og mikilsverðari en margur kynni að hyggja í fljótu bragði. Ég mun fyrir mitt leyti beita mér fyrir því, að fjvn. taki þetta atriði til úrlausnar, eftir að fjárlagaafgreiðslu er lokið.

Þarfirnar fyrir auknar framkvæmdir og þjónustu á hinum ýmsu stöðum á landinu eru að sjálfsögðu brýnar og mjög sótt á um fjárveitingar, eins og hin háa tala erinda sýnir. Alls staðar blasa við óleyst verkefni, og getur það í flestum tilvikum talizt eðlilegt, þegar haft er í huga, hversu smá þjóð býr hér í harðbýlu og stóru landi og hversu tiltölulega stutt er síðan þjóðin gat af eigin rammleik hafizt handa um uppbyggingu. Þó að nýtízku tækni auðveldi framkvæmdir, þá kallar nýting þeirrar sömu tækni jafnframt á hinar stórfelldustu fjarfestingar. Þarfirnar eru víða brýnar og val þeirra, sem fjárveitingum ráða, því ávallt erfitt. Annars vegar milli hinna einstöku framkvæmdagreina, hafnaframkvæmda, skólabygginga, sjúkrahúsabygginga, vegaframkvæmda, flugvallagerðar, rafvæðingar og svo mætti lengi telja, og síðan innbyrðis innan sömu framkvæmdaþátta. Í vali eins hlýtur oft að felast að hafna öðru. Valið verður því ávallt erfitt og nógu erfitt, þótt hendur fjvn. og Alþ. séu í tillögugerð og afgreiðslu ekki bundnar fyrir fram í einstökum atriðum, annars vegar af böggum, sem á ríkissjóð hafa verið lagðir með framkvæmdum, sem unnar hafa verið fyrir bráðabirgðalánsfé eftir ákvörðun einstakra ráðh. algjörlega utan við samþykkt fjárlaga og án minnstu vitundar eða samráðs við fjvn. eða Alþ., og hins vegar af ótímahærum yfirlýsingum ráðh. um tilteknar fjárveitingar á þeim fjárlögum, sem fjvn. er hverju sinni að undirbúa fyrir afgreiðslu Alþ., sem ótvírætt á að hafa ákvörðunarvaldið um hverja einstaka fjárveitingu.

Enda þótt Alþ. sé ekki skylt að veita, þegar óskað er, fé til greiðslu lána vegna framkvæmda, sem ráðizt hefur verið í án fjárlagaheimildar, enda þótt yfirlýsingar einstakra ráðh. séu að nafni til einungis fyrirheit um, að þeir muni beita sér fyrir ákveðnum fjárveitingum til tiltekinna framkvæmda, þá eru hendur fjvn. af hvorum tveggja þessum sökum í reynd bundnari en svo, að viðunandi sé. Hygg ég, að í fjvn. sé algjör samstaða um þá skoðun, að tími sé til kominn, hver sem í hlut á hverju sinni, að slíkum bindandi framkvæmdum, ákvörðunum og yfirlýsingum án samráðs við fjvn. og Alþ. linni.

Þegar fjvn. afgreiddi tillögur sínar fyrir 2. umr., lágu ekki fyrir áætlanir um tekjuhlið frv., þannig að unnt væri að leggja þær fyrir n. Ég viðurkenni fullkomlega, að það er ekki ákjósanleg afgreiðsla á fjárlagafrv., að við endanlega afgreiðslu í fjvn. fyrir 2. umr. liggi tekjuáætlun ekki fyrir, a.m.k. í grundvallaratriðum, og ég viðurkenni jafnfúslega, að slík afgreiðsla gerir aðstöðu minnihlutaaðila slæma, þar sem þeir hafa ekki, eðli málsins samkvæmt, sömu upplýsingar og meiri hl. hefur undir slíkum kringumstæðum um fyrirætlanir stjórnarflokkanna. Þetta kannast ég mætavel við frá fyrri tíð sem minnihlutaaðili, þegar endanlegar ákvarðanir um tekjuhlið og tiltekna útgjaldaliði voru seint á ferðinni. Þótt slíkt geti átt eðlilegar skýringar, og að sjálfsögðu ekki sízt nú við stjórnarskipti, þá get ég naumast ætlazt til þess, að hv. minni hl. viðurkenni það. Það er nú, þegar allt kemur til alls, eitt af hlutverkum minnihlutaaðila að hafa uppi aðfinnslur og ádeilur á þá, sem með stjórnina fara hverju sinni, og gildi þess hlutverks í stjórnmálum vanmet ég sízt af öllu. Þar sem fulltrúum stjórnarflokkanna var fyrir afgreiðslu fjvn. á fjárlagafrv. til 2. umr. að sjálfsögðu kunnugt um þær áætlanir um tekjuöflun ríkissjóðs, sem nú liggja fyrir í frv.- formi, hefur meiri hl. n. staðið að afgreiðslu á öllum helztu framkvæmdaliðum frv. og gert tillögur um þær hækkanir þeirra og annarra liða, sem fram koma á þskj. 174 og 177 og nema samtals 765.2 millj. kr., eftir að leiðréttar hafa verið tvær prentvillur í þingskjölunum.

Tekjuáætlun í þeirri mynd, sem hún er í frv., var gerð síðastliðið sumar og upphæðir einstakra tekjuliða því að sjálfsögðu of lágt áætlaðar nú á þessari stundu vegna kaupgjaldsbreytinga og af öðrum ástæðum. Frv. um breyt. á tekjustofnum ríkisins hefur nú verið lagt fram og er samkvæmt því gert ráð fyrir að mæta þeim hækkunum. sem þegar hafa verið gerðar till. um, svo og þeim hækkunum, sem ætla má að verði á fjárlagafrv. við 3. umr., m.a. vegna hækkana á bótum almannatrygginga, svo að fjárlagafrv. verði afgr. án tekjuhalla.

Kem ég þá að því að gera í stuttu máli grein fyrir einstökum brtt., sem n. flytur á þskj. 174 og 177, og tek ég þá á víxl af þskj., eftir því sem þær falla í rétta röð á einstök rn., og kemur þá fyrst forsrn. og menntmrn.

Er þá fyrsta till. um embætti forseta Íslands, að fjárveiting til viðhalds fasteignar hækkar um 1.5 millj., en húsin að Bessastöðum þarfnast endurbóta, einkum vegna skemmda á leiðslum.

Þá kom till. varðandi menntmrn. Liðurinn Þjóðhátíð 1974 hækkar um 750 þús. kr. m.a. vegna kostnaðar við verðlaunaveitingu. — Í stjórnarráðshúsinu að Arnarhvoli hafa farið fram og eru væntanlegir allmiklir þjóðflutningar, stofnanir fara og aðrar koma og vegna þessara flutninga er lagt til, að tekinn verði á fjárlagafrv. nýr liður, hreytingar á Arnarhvoli, 3 millj. kr. — Þá kemur nýr liður, framlag til Byggðasjóðs. Samkvæmt frv. um Framkvæmdastofnun ríkisins er Byggðasjóði ætlað að taka við hlutverki Atvinnujöfnunarsjóðs, og flytjast því tekjur þess sjóðs af álgjaldi, 46 millj. og 85 þús. kr., og 15 millj. kr. beint framlag ríkisins yfir á Byggðasjóð. Auk þess hætist við nýtt framlag úr ríkissjóði. 85 millj. kr.,svo að framlag ríkisins verður samtals 100 millj. kr., eins og ráðgert er í lagafrv.

— Framlag vegna þjóðgarðsins á Þingvöllum er hækkað um 2.1 millj. kr., þar sem þar þurfa að fara fram ýmiss konar framkvæmdir og undirbúningur, til þess að unnt verði að taka þar á móti mannfjölda á væntanlegri þjóðhátíð 1974.

Fjárveiting til kennaranámskeiða hækkar um 1.5 millj. vegna aukinnar þátttöku kennara, sem m.a. geta aflað sér hækkunar á launum með því að taka þátt í þessum námskeiðum. og fjárveitingin til námskeiðanna nemur þá alls 5 014 millj. kr. — Háskóli Íslands: Til heimspekideildar nemur hækkunin í 130 millj., og er þar annars vegar um að ræða fjárveitingu til fastrar kennarastöðu, sem fallið hefur niður af fjárlagafrv., og hins vegar er um að ræða 643 þús. kr., sem eru laun til gistifyrirlesara, og er þá gert ráð fyrir, að deildum Háskólans verði gefinn kostur á að bjóða innlendum eða erlendum fræðimönnum til fyrirlestrahalds. — Fjárveiting til Handritastofnunar Íslands hækkar um 5 millj. kr. vegna kaupa á bókasafni Þorsteins M. Jónssonar, en það er hluti af heildarkostnaði, en ekki talið ólíklegt, að matsverð þessa bókasafns, sem keypt hefur verið eftir eldri heimild, nemi milli 10 og 20 millj. kr., en helmingurinn af þeirri upphæð á að leggjast í sjóð í eigu Handritastofnunarinnar og er gjöf frá núv. eigendum safnsins. — Þá kemur inn nýr liður: Fjárveiting að upphæð 198 þús. kr. til hlutdeildar Íslands í sérfræðikostnaði við jarðefnaleit hér á landi árið 1970 á vegum Tækniaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. — Við Tækniskólann hækkar gjaldfærður stofnkostnaður um 700 þús. kr., og er þá gert ráð fyrir því, að þessi upphæð verði notuð í sambandi við athuganir á byggingarmálum skólans, en kennsla í þessum skóla fer nú fram víðs vegar um bæinn, svo að meira en tímabært er að ákveða um endanleg húsnæðismal hans. — Framlag til iðnskólabygginga hækkar um 12 millj. 66 þús. kr., í 25 millj. 200 þús. kr., en sundurliðun á einstaka skóla kemur fram á sérstöku yfirliti á þskj. 177. Fjárveitingar til iðnskóla hafa verið æðiknappar á undanförnum árum. Hér er gert ráð fyrir að bæta verulega úr því. Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa t.d. sameinazt nú um byggingu iðnskóla í Keflavík og sveitarfélög á Suðurlandi á sama hátt um byggingu iðnskóla á Selfossi. — Nýr liður, Fiskvinnsluskólinn 3.1 millj„ en áætlun um þann skóla lá ekki fyrir við gerð fjárlaga. Þessi skóli tók til starfa í haust, eins og þm. vita. Launaliður er þar áætlaður 2 millj., rekstrarkostnaður í millj. og gjaldfærður stofnkostnaður 100 þús. kr. Hjúkrunarskóli Íslands, þar er gjaldfærður stofnkostnaður hækkaður um 900 þús. kr. vegna kennslutækja, húsbúnaðar og breytinga á húsnæði. — Húsmæðraskólar. þar er gjaldfærður stofnkostnaður lækkaður um 2 millj. 323 þús. kr., og sundurliðun á einstaka skóla kemur fram á þskj. 177. — Myndlista- og handiðaskólinn, þar hækka laun um 125 þús. kr., og er þá gert ráð fyrir því. að það verði fastráðinn húsvörður að skólanum. Nokkur laun hafa til þessa verið greidd fyrir húsvörzlu. en þessi skóli starfar frá því kl. 9 á morgnana til kl. 10 á kvöldin og talið óhjákvæmilegt að hafa þar húsvörð. — Sjómannaskólahúsið, þar er hækkun til byggingarframkvæmda 2 millj. kr., en með þessari hækkun og því fé, sem til er handbært, er gert ráð fyrir, að unnt sé að ljúka við áfanga, sem tekinn verður í notkun á næsta hausti. — Lagt er til, að framlag til Samvinnuskólans hækki um 700 þús. og framlag til bréfaskóla SÍS og ASÍ um 100 þús. kr. — Gjaldfærður stofnkostnaður við byggingu héraðsskóla hækkar um 20 millj. 780 þús. í 45 millj. 750 þús. Þar af er hækkun Reykholts 9.5 millj., en sundurliðun kemur að öðru leyti fram á sérstöku yfirliti á þskj. 177. — Liðurinn barna- og gagnfræðastigsskólar, aksturskostnaður hækkar um 23 millj., úr 10 millj. í 33 millj., vegna vanaætlunar á núgildandi fjárlögum og á fjárlagafrv. Barna- og gagnfræðastigsskólar, viðhaldskostnaður skólafasteigna hækkar um 5 millj. 800 þús. kr. En þar sem getið er um þessa brtt. í nál. meiri hl., er prentvilla, þar stendur 25.8 millj., en hækkunin er 5.8 millj., og verður þá liðurinn 30 millj. 961 þús. Viðhaldskostnaður skólastofuhúnaðar hækkar um 4 millj. 200 þús. Framlag til byggingar gagnfræðaskóla, barnaskóla og íbúða fyrir skólastjóra hækkar um 98 millj. 960 þús. og verður 394 millj. 360 þús., og sundurliðun kemur fram á sérstöku yfirliti á þskj. 174. Svo sem kunnugt er, er í lögum gert ráð fyrir greiðslu byggingarkostnaðar skólamannvirkja á þremur árum, en erfiðleikar við framkvæmd þeirra ákvæða, ekki sízt hjá sveitarfélögunum sjálfum að raða við sinn hluta kostnaðar, hefur leitt til þess, að í stærri verkefnum hefur verið miðað við a.m.k. fjögurra ára greiðslutímabil, og svo er gert enn. Þrátt fyrir stórfellda hækkun framlags til þessara framkvæmda, minnka ekki erfiðleikarnir við að fylgja þeim reglum, sem hafa verið látnar gilda í reynd, heldur er því jafnvel öfugt farið, vegna þess hve stofnað hefur verið til mikilla greiðsluskuldbindinga, og vaxandi þungi hlýzt af því, þegar framlögum hefur verið skipt svo, að minni hluti greiðslu hefur verið látinn falla á fyrstu árin í ýmsum stærstu verkefnunum, og veldur það þeim mun meiri greiðsluþunga á siðara stigi. Um ákvarðanir um greiðslutímabil hefur verið samstaða í n. og nm. er ljóst, að naumast verður hjá því komizt, hæði vegna ríkisins og sveitarfélaganna, að taka til endurskoðunar ákvæði skólakostnaðarlaga um greiðslu byggingarkostnaðar á þrem árum. Reynslan hefur sýnt, að þetta ákvæði er ekki raunhæft. — Þá kemur Lánasjóður íslenzkra námsmanna. Þar hækkar framlag um 86 millj. kr., og er heildarframlag þá miðað við áætlun sjóðsstjórnar, en þar er gert ráð fyrir, að sjóðurinn afli sér enn fremur bankalána að upphæð 60 millj. og að lánveitingar verði þá nálægt 77% af umframfjárþörf nemenda. Eftir þessa hækkun nemur framlag ríkisins til lánasjóðsins 190 millj., og er nánast sama upphæð og veitt er vegna rekstrar og hyggingarframkvæmda við Háskóla Íslands.

Styrkur til útgáfustarfsemi hækkar um 400 þús. í 3 millj. og 500 þús., og er þá m.a. gert ráð fyrir, að eftirtaldir aðilar hljóti styrk sem hér segir: Sögufélag Eyfirðinga 50 þús., það er nýr liður. Kaldalónsútgáfan 100 þús., sem er nýr liður. Hið íslenzka bókmenntafélag 375 þús. kr., og hækkar þá um 125 þús. Æskulýðssamband Íslands, vegna námskynningarhandbókarinnar, nýr liður, 40 þús. Jón Gíslason, til að kanna sögu sunnlenzka hreppafyrirkomulagsins 15 þús. kr., nýr liður. Hið íslenzka þjóðvinafélag 200 þús. kr., hækkun 50 þús. Fr. Ingvar Brynjólfsson, vegna íslenzk-þýzkrar orðabókar 75 þús. kr., var áður með 100 þús. kr. Sögunefnd Þingeyinga 50 þús. kr., sem er óbreytt upphæð. Einar ÓI. Sveinsson 100 þús. kr., sem er nýr liður. Ólafur Ragnar Grímsson, til söfnunar samtímaheimilda um íslenzk stjórnmál 150 þús., sem er nýr liður. En þá er gert ráð fyrir, að verkið verði unnið á vegum námsbrautar í þjóðfélagsfræðum við Háskólann. Til útgáfu sögu Eskifjarðar, hækkun 25 þús., kr. 50 þús. Þjóðfræðafélag Íslendinga til skráningar á ísl. þjóðlögum 35 þús. kr., sem er nýr liður. Styrkur til myndlistarskóla hækkar um 120 þús. kr., þ.e. styrkur til myndlistarskóla í Reykjavik um 80 þús., í Vestmannaeyjum um 20 þús. og í Neskaupstað um 20 þús. Framlag til Landsbókasafns hækkar um 385 þús. kr., þar af launaliður um 100 þús. til að ljúka allsherjarskrá um íslenzk tímarit, en í október á næsta ári eru tvær aldir liðnar siðan fyrsta íslenzka tímaritið var gefið út. Liðurinn önnur rekstrargjöld hækkar um 285 þús. kr. vegna útgáfu íslenzkrar bókaskrár, áfangans 1534–1844. Þjóðminjasafn, liðurinn hækkar í heild um 1050 þús., þar af laun og önnur rekstrargjöld um 600 þús. kr. vegna örnefnasöfnunar, og er þessi upphæð veitt til þess að unnt sé að vinna skipulega að söfnun örnefna. þar sem mest hætta er á að þau glatist. Gjaldfærður stofnkostnaður hækkar um í 10 þús. kr. vegna kaupa á báti þeim, sem Hannes Hafstein notaði árið 1899 við tilraun til handtöku brezks landhelgisbrjóts á Dýrafirði, en bátur þessi er í góðu lagi og enn notaður, en til þess að hreyta honum í upphaflega mynd þarf að kosta til um 40 þús. kr., og er það meðtalið í fjárveitingunni. Framlag til Listasafns Einars Jónssonar hækkar um 120 þús. kr. vegna launa forstöðumanns, en ekkja listamannsins lét af störfum um s.l. áramót og er fjárveitingin laun nýs forstöðumanns, en gert er ráð fyrir því, að ekkjan haldi sínum launum. — Listasafn Íslands. gjaldfærður stofnkostnaður hækkar um 700 þús. kr., vegna þess að niður fellur framlag frá Menningarsjóði til málverkakaupa. — Þá kemur nýr liður, Kjarvalshús, gert er ráð fyrir rekstrarframlagi 975 þús. kr. Menntmrn. tók við rekstri þessa húss 1. okt. s.l., og er gert ráð fyrir, að Listasafnið hafi not af húsinu sem útlánadeild og að þar verði húsvörður. Lánahreyfingar út koma hér til viðbótar, 315 þús.

Framlag til náttúruverndarráðs hækkar samtals um 1.8 millj. kr. Tillögur frá ráðinu höfðu ekki borizt við gerð fjárlagafrv., en í frv. var framlagið hækkað um 519 þús. kr. frá núgildandi fjárlögum, hækkunin er því samtals 2 millj. 319 þús. frá fjárlögum þessa árs.

Í liðnum almenningsbókasöfn eru 300 þús. kr. færðar af bæjar- og héraðsbókasöfnum á liðinn til sveitarbókasafna og lestrarfélaga samkv. ósk bókafulltrúa ríkisins. Enn fremur er framlag til Rithöfundasjóðs hækkað um 205 þús. kr., og er framlagið þá í samræmi við gildandi lög, en í þeim er ákveðið, að ríkissjóður greiði til Rithöfundasjóðs upphæð, sem nemur 10% af framlagi ríkisins til bókasafna.

Nýr liður, til Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. að upphæð 400 þús. kr., vegna stofnkostnaðar, fyrsta greiðsla af þremur, en þessi skóli hefur fest kaup á húsinu nr. 7 við Hellusund í Reykjavík, og er áætlaður kostnaður auk breytinga 5.5 millj. Þá eru veittar 250 þús. kr. til Tónlistarskóla Kópavogs til að standa straum af ýmissi sérsmíði vegna innréttingar á húsnæði, sem skólinn hefur tekið á leigu til 10 ára, en heildarkostnaður félagsins við þá framkvæmd er áætlaður 900 þús. kr.

Framlag til leiklistarstarfsemi hækkar um 800 þús. kr. — Liðurinn til listasafna hækkar um 300 þús., þar af til Listasafns ASÍ um 200 þús. kr. — Starfslaun listamanna hækka um 826 þús. kr. í 1.5 millj., en þessari upphæð er úthlutað af nefnd, sem menntmrn. skipar. — Liðurinn listamannalaun hækkar um 1 millj. 700 þús. kr., en í brtt. nr. 26 á þskj. 174, þar sem getið er um þessa brtt., hefur komizt inn villa, hækkunin er þar tilgreind 170 þús. í stað 1.7 millj. kr., og verður það leiðrétt.

Þá er nýr liður, til Hins ísl. mannfræðifélags til mannfræðirannsókna í samvinnu við Háskóla Íslands 500 þús. kr., en auk þess er gert ráð fyrir, að Jens Pálssyni verði veittar 150 þús. kr. af liðnum til náms- og fræðimanna. — Starfsstyrkur til Norræna félagsins hækkar um 100 þús. kr. — Æskulýðsráð ríkisins, sem sett var á stofn í des. 1970, hækkar um 600 þús. kr., en þess ber að gæta, að laun æskulýðsfulltrúa ríkisins eru færð á aðalskrifstofu menntmrn. — Framlag til Æskulýðssambands Íslands hækkar um 45 þús. kr. í 175 þús. kr. — Framlög til æskulýðsnefnda í A.-Húnavatnssýslu, Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og Eyjafjarðarsýslu hækka um 25 þús. kr. til hverrar um sig og tvöfaldast frá því. sem þar er á frv. — Framlag til Sambands ísl. kennaraskólanema hækkar um 15 þús. kr.

Liðurinn minningarlundir og skrúðgarðar hækkar um 50 þús. kr. — Þrjú náttúrugripasöfn, á Akureyri, í Neskaupstað og í Vestmannaeyjum, fá 25 þús. kr. hækkun hvert, og er þá styrkur til hvers þeirra 100 þús. kr. — Rekstrarstyrkur til Sædýrasafnsins í Hafnarfirði hækkar um 50 þús. kr., og nemur þá 300 þús. kr. — Framlag til Bandalags ísl. leikfélaga hækkar um 50 þús. kr. og styrkur til Leikfélags Reykjavíkur um í millj. kr., og er þessi upphæð einkum ætluð til að bæta kjör lausráðinna leikara, og nemur þá styrkur til félagsins í heild 2.5 millj. kr. — Styrkur til Skáksambands Íslands hækkar um 80 þús. kr., en áformað er að hefja sérstaka deildakeppni í skák á Íslandi á næsta ári. — Styrkur til Taflfélags Reykjavíkur og Skáksambands Íslands vegna alþjóðaskákmóta hækkar um 50 þús. kr., en næsta alþjóðaskákmót á Íslandi verður haldið í febr. næstkomandi.

Dagheimili, byggingarstyrkir hækka um 200 þús. kr. vegna nýrra umsókna. Sundurliðun kemur fram á sérstöku yfirliti á þskj. 174. Áformað er, að sett verði sérstök lög um stuðning ríkisins við rekstur og byggingu dagheimila. En ég vil sérstaklega geta þess, að í prentun hefur fallið niður liðurinn Húsavík 75 þús. kr., en upphæðin er innifalin í samtölunni 800 þús. kr. Þessi samþykkt er skráð í fundargerðabók fjvn. — Styrkur til Kvenfélagasambands Íslands hefur verið á tveimur liðum, en er nú sameinaður og hækkar um 200 þús. kr. í í millj., og styrkur til Kvenréttindafélags Íslands er hækkaður um 75 þús. kr. — Framlag til sumardvalarheimila, dagheimila o.fl. hækkar um 600 þús. kr. Hér er nánast um bráðabirgðaráðstöfun að ræða, þar sem vænta má lagasetningar um stuðning ríkisins við byggingu og rekstur slíkra stofnana. — Framlag til félagsstarfsemi American Field Service hækkar um 25 þús. kr., en ekki 75 eins og fram kemur í 13. till. í þskj. 177, en þetta verður leiðrétt. — Styrkur til einstæðra foreldra hækkar um 50 þús. kr., en á vegum þessara félagssamtaka starfar félagsráðgjafi. Þessi samtök njóta enn fremur styrks frá Reykjavíkurborg.

Nýr liður: Til Fóstrufélags Íslands vegna norræns fóstrumóts, sem halda á í Reykjavík á n.k. sumri, eru veittar 150 þús. kr., en gert er ráð fyrir, að um 500 fóstrur muni sækja þetta mót. — Til minnisvarða um Ara fróða eru veittar 35 þús. kr., til minnisvarða um Guðmund góða 35 þús. kr. og til minnisvarða um Jón Eiríksson konferenzráð 35 þús. kr. Þessir síðast taldir þrír liðir eru óbreyttir frá núgildandi fjárlögum. — Þá eru veittar 75 þús. kr. til heimildarkvikmyndar um atvinnuþróun á Suðurlandi, og veittar eru 250 þús. kr. til heimildarkvikmyndar um sjómennsku á vegum sjútvrn. og e.t.v. fleiri aðila. — Veittar eru 60 þús. kr. til Haralds Ágústssonar til kaupa á sérstökum skurðarhníf til viðargreininga. — Þá eru veittar 100 þús. kr. til starfsemi sumarskóla í Edinborg í Skotlandi, þar sem fjallað verður um íslenzk fræði. Verður þessu fé einkum varið til þess að fá fyrirlesara frá Íslandi til skólans. — Þá er tekið upp að nýju framlag til íslenzks dýrasafns, 100 þús. kr., með sömu skilyrðum og áður, að sett verði stofnskrá um safnið, staðfest af menntmrn. Fjárveiting af núgildandi fjárlögum hefur ekki verið hafin enn, þar sem þetta skilyrði hefur ekki verið uppfyllt, en gera má ráð fyrir, að af því verði bráðlega. — Þá eru kór Öldutúnsskóla í Hafnarfirði veittar 100 þús. kr. til að taka þátt í söngmóti, sem halda á í Túnis í júlí 1972, en alþjóðleg félagssamtök tónlistaruppalenda innan UNESCO hafa boðið kórnum að koma fram á mótinu, en einungis þrír flokkar frá Norðurlöndum fá tækifæri til að koma þar fram. — Rithöfundasambandi Íslands eru veittar 75 þús. kr. vegna móts barna- og unglingabókahöfunda, sem haldið verður í Reykjavík á næsta sumri.

Er þá komið að utanrrn., og varðar 1. till. tímaritið Iceland Review. Á fjárlagafrv. hefur verið felldur niður útgáfustyrkur til tímaritsins að upphæð 80 þús. kr., en gerð er nú till. um. að liðurinn til kaupa á Iceland Review verði hækkaður um 76 þús. kr. og nemi þá upphæðin 450 þús. kr. — Nýr liður, aðstoð við þróunarlöndin 1.5 millj., og verður fénu varið til greiðslu kostnaðar við þátttöku Íslands í norrænu samstarfi um aðstoð við þróunarlöndin. — Þá er veitt framlag til greiðslu árgjalds Íslands til Bernarsambandsins, 125 þús. kr., en það er í fyrsta sinn, sem sú greiðsla er sett á sérstakan fjárlagalið. — Nýr liður, tillag Íslands til IDA, 16.4 millj. kr., en hér er um að ræða tillag Íslands til hinnar alþjóðlegu þróunarstofnunar. Tillagið greiðist á þremur árum og nú í annað sinn. Tillagið vegna ársins 1972 er 13.2 millj., en 3.2 millj. eru eftirstöðvar frá þessu ári.

Þá kemur næst landbrn. I. till. varðar Landgræðsluna. Hluti af því fé, sem Landgræðslan hefur fengið undir liðnum gjaldfærður stofnkostnaður og er mestmegnis varið til áhurðar- og frækaupa, hefur runnið til félagssamtakanna Landverndar vegna landgræðslu, sem áhugamenn hafa annazt. Sá hluti nam á s.l. ári 2.8 millj. kr. Gerð er till. um, að þessi þáttur landgræðslustarfseminnar verði sérgreindur liður á Landgræðslunni og hækki framlagið í 3 millj. kr., en jafnframt verði sá hluti, sem rennur til Landgræðslunnar sjálfrar, hækkaður um 600 þús. kr. og nemi þá 13 millj. 911 þús. kr., eftir að áhugamannasamtökin hafa fengið 3 millj. Eftir sem áður er við það miðað, að notkun þessa fjár, sem til starfsemi áhugamanna rennur, verði undir umsjá Landgræðslunnar. — Þá kemur tillaga um Vélasjóð, sem lækkar um 500 þús. kr. og verður þá 560 þús. Liðurinn fyrirhleðslur hækkar um 4 millj. 890 þús. kr. í 9 millj. 890 þús. kr. Sundurliðun fyrirhleðslna kemur fram á sérstöku yfirliti á þskj. 177. — Liðurinn landþurrkun hækkar um 100 þús. kr. og verður alls 500 þús. kr. Sundurliðun kemur fram á sérstöku yfirliti á þskj. 174. — Liðurinn uppbætur á útfluttar landbúnaðarafurðir hækkar um 48 millj. kr. og nemur þá alls 323 millj. kr. — Nýr liður, veðdeild Búnaðarbankans 3 millj. Inn er tekinn nýr liður, til súgþurrkunar 2.5 millj. —Framlag til Landssambands ísl. hestamannafélaga hækkar um 75 þús. kr. og verður þá alls 125 þús. kr. — Sérstakt framlag til sama félags vegna leiðbeininga um hestamennsku hækkar um 25 þús. kr. og verður þá alls 125 þús. kr. — Framlag til Efnarannsóknastofu Norðurlands hækkar um 100 þús. kr. og verður þá alls 500 þús. kr. Þessi rannsóknastofa annast einkum efnagreiningar á jarðvegs- og heysýnishornum og er að mestu leyti kostuð af norðlenzkum bændum. — Framlag til rannsóknastöðvarinnar Kötlu hækkar um 75 þús. kr. Þar hafa dvalizt ýmsir rannsóknarmenn við náttúrurannsóknir og auk þess annast stöðin sjálfstæðar rannsóknir, en kostnaðinn af þessari stöð bera sveitarfélögin í Eyjafirði og Eyjafjarðarsýslu og KEA að miklu leyti. — Nýr liður, 50 þús. kr. til norræns dýralæknamóts, sem halda á í Reykjavík í ágúst 1974. — Liðurinn Garðyrkjuskólinn á Reykjum, gjaldfallinn stofnkostnaður hækkar um 500 þús. — Nýr liður, bændaskóli á Suðurlandi, gjaldfærður stofnkostnaður 700 þús. kr., og er þessi fjárhæð ætluð til undirbúningsathugana í sambandi við stofnun skólans.

Er þá komið að sjútvrn. Þar er Hafrannsóknastofnunin efst á blaði. Þar er gert með brtt. ráð fyrir ráðningu eins nýs sérfræðings í mengunarrannsóknum og þriggja aðstoðarmanna. Hækkar því framlag til sjórannsóknadeildar um 1.5 millj. Enn fremur er gert ráð fyrir því, að Hafþór verði rekinn allt næsta ár, en framlag til leiguskipa lækki sem nemur 1.5 millj. kr. Heildarhækkunin til stofnunarinnar verður því 12 millj. kr. Það er ljóst, að með nýjum afkastamiklum rannsóknaskipum vex þörfin á starfsmönnum til úrvinnslu gagna, ella fæst ekki eðlileg nýting á því fé, sem varið er til útgerðar skipanna. Jafnhliða því aukast kröfur um meiri þjónustu þessara skipa bæði í Norðursjó og óskir um athuganir og rannsóknir hér heima. Nú starfa 14 sérfræðingar við Hafrannsóknastofnunina, og telja stjórnendur hennar það lítinn hóp miðað við þann fjölda sérfræðinga, sem sér um rannsóknir á þurrlendinu, og telja það vera í litlu samræmi við mikilvægi sjávarútvegsins fyrir íslenzkt þjóðarbú, en hér er gert ráð fyrir ráðningu fjögurra nýrra starfsmanna. —Rannsóknarstofa í Vestmannaeyjum, nýr liður, að upphæð í millj. kr., til að greiða kostnað við rannsóknarstofu fyrir fiskiðnaðinn í Vestmannaeyjum. Með rekstri sameiginlegrar rannsóknarstofu fyrir fiskiðnaðinn í Vestmannaeyjum er komizt hjá því, að hvert fyrirtæki þurfi að vera með sérstaka rannsóknaraðstöðu. sem þar á ofan gæti aldrei verið jafn fullkomin. Gert er ráð fyrir því, að fiskvinnslufyrirtækin í Vestmannaeyjum búi rannsóknarstofuna tækjum á sinn kostnað, en Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins reki þessa rannsóknarstofu og selji þjónustuna í Vestmannaeyjum. Framlagið í millj. kr. er ætlað til þess að kosta halla á rekstrinum, en ljóst er, að kostnaður verði meiri en tekjur, ef fylgt verður gjaldskrá rannsóknastofnunarinnar í Reykjavík.

Er þá komið að dóms- og kirkjumrn. Liðurinn embætti sýslumanna og bæjarfógeta, gjaldfærður stofnkostnaður hækkar um l millj. 460 þús. kr. — Liðurinn sýslumaðurinn í Borgarnesi, þar hækkar launaliður um 362 þús. kr., vegna launa eins starfsmanns við embættið 262 þús., og önnur launahækkun er 100 þús. kr. Þessi starfsmaður hefur til þessa unnið lausráðinn við þetta embætti. Liðurinn Hegningarhúsið í Reykjavík, viðhaldskostnaður hækkar um 500 þús. kr., en hegningarhúsið hefur eins og alkunnugt er reynzt illa mannhelt, og er framlagið ætlað til að ljúka viðgerðum og endurbótum, sem unnið hefur verið að. — Liðurinn Vinnuhælið á Litla-Hrauni, viðhaldskostnaður hækkar um 170 þús. kr. En jafnframt er á fjárlagafrv. 3 millj. kr. vegna nýbyggingar þar. — Liðurinn til aukinnar landhelgisgæzlu eftir 1. sept. 1972 hækkar um 5 millj. kr. og verður alls 20 millj. Ef hentugra þykir, mun þetta framlag sjálfsagt að einhverju leyti verða notað fyrir 1. sept., en hækkunin er ákveðin vegna útfærslu landhelginnar 1. sept. n.k. — Liðurinn sérstök löggæzla hækkar um 700 þús. kr. til þess að standa straum af löggæzlu vegna fíkniefna. Kostnaður vegna hunds þess, sem fenginn hefur verið í því skyni að hafa upp á fíknilyfjum, er á öðrum lið í frv., en framlag þetta, sem hér er gerð till. um, er ætlað til þess að samræma aðgerðir lögregluyfirvalda á hinum ýmsu stöðum í því starfi að hamla gegn dreifingu fíknilyfja. — Liðurinn bygging fangahúsa hækkar um 400 þús. kr. vegna byggingar fangageymslu á Akranesi, en sú, sem fyrir er, er mjög léleg og ekki talin viðunandi, nánast heilsuspillandi. — Liðurinn Þjóðkirkjan, æskulýðsstarf hækkar um 100 þús. kr. — Þá koma nýir liðir: Til Kirkjuvogskirkju 150 þús. kr., það er styrkur til viðgerðar og varðveizlu kirkjunnar, sá liður er óhreyttur frá því, sem hann er á núgildandi fjárlögum. — Til Búrfellskirkju í Grímsnesi vegna endurbóta á kirkjunni, en þær fóru fram á árunum 1967–1970, það er nýr liður, 50 þús. kr. — Til minningarkapellu um séra Jón Steingrímsson 250 þús. kr., jafnhá upphæð og á núgildandi fjárlögum. — Til Auðkúlukirkju 75 þús. kr. vegna endurbyggingar, nýr liður. Sérstök meðmæli þjóðminjavarðar hafa fylgt umsóknum um fjárveitingar til viðgerða á þessum gömlu kirkjum.

Þá er næst félmrn. Liðurinn vatnsveitur skv. lögum hækkar um 7.5 millj. Er þá gert ráð fyrir, að af heildarfjárveitingunni renni 7.5 millj. kr. til Vestmannaeyja og 700 þús. kr. til Vestur-Landeyja, og er þá þar um jafnháar upphæðir að ræða og greiddar eru til þessara aðila á þessu ári. — Liðurinn vatnsveitur aðrar hækkar um 160 þús. kr.

Þá er gerð till. um, að framlag til Atvinnujöfnunarsjóðs falli niður. og er það í samræmi við till. um framlag til Byggðasjóðs.

Liðurinn til Alþýðusambands Íslands hækkar um í millj. 600 þús. kr., og er framlagið ætlað til menningarog fræðslustarfsemi. — Nýr liður: Til Alþýðusambands Íslands vegna orlofsstarfsemi í millj., en Alþýðusambandið hefur í hyggju að gera sérstakar ráðstafanir í sambandi við skipulagningu vetrarorlofs og til þess að auðvelda verkafólki með öðrum hætti að taka orlof. Þess skal getið, að í nál. meiri hl. á þskj. 182 hefur komizt inn sú prentvilla, að liðurinn hækki um í millj. 900 þús., en í skrá yfir brtt. sjálfar á þskj. 174 er upphæðin rétt tilgreind 1 millj. — Styrkur til Iðnnemasambands Íslands hækkar um 105 þús. kr., og er þar annars vegar um að ræða greiðslu lögfræðilegrar aðstoðar. leiðbeiningar í sambandi við meint brot á iðnnámssamningnum. 35 þús. kr., og hins vegar er aukinn rekstrarstyrkur.

Félagið Heyrnarhjálp, styrkurinn hækkar um 190 þús. kr., en þetta félag kostar m.a. ferðir sérþjálfaðs munns ásamt aðstoðarstúlku um byggðir landsins til heyrnarmælinga, leiðbeiningarstarfs um val og notkun heyrnartækja og annarra hjálpartækja fyrir heyrnardaufa. — Nýr Liður: Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra er veittur 50 þús. kr. styrkur til að kosta sérnám fóstru erlendis í stjórnun og kennslu við fyrirhugaðan forskóla og leikskóla fyrir fötluð börn á vegum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. — Styrkur til Neytendasamtakanna hækkar um 125 þús. kr. Félagið rekur sérstaka þjónustuskrifstofu fyrir neytendur í Reykjavík, en væntanlegt mun vera á næstunni frv. um neytendamál. — Framlag til Orlofssjóðs- húsmæðra hækkar um 400 þús. kr.. og framlag til Foreldra- og styrktarfélags heyrnardaufra vegna útgáfu sérstakrar orðabókar hækkar um 50 þús. kr. — Nýir liðir: Orlofsheimili húsmæðra í Gullbringu- og Kjósarsýslu og Keflavík 200 þús. kr., sem er jafnhátt og er í núgildandi fjárlögum. — Byggingarstyrkur til Geðverndarfélags Íslands 2 millj. kr. Það er jafnhátt framlag og á núgildandi fjárlögum. — Byggingarstyrkur til Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra er 500 þús. kr. hærri en á núgildandi fjárlögum og byggingarstyrkur til Styrktarsjóðs lamaðra og fatlaðra er jafnhár og á núgildandi fjárlögum.

Heilbr.- og trmrn.: Framlag til byggingar sjúkrahúsa. sjúkraskýla,.læknamiðstöðva og læknabústaða hækkar um 61 millj. 578 þús. kr. í 149 millj. 578 þús. Sérstök sundurliðun kemur fram á yfirliti á þskj. 174. Hér er um mjög verulega hækkun að ræða, enda taka nú framlög til læknamiðstöðva, sem ríkissjóður kostar að fullu, að segja til sín. Við úthlutun þessa fjár togast á annars vegar hin gífurlega þörf að hefjast handa hvarvetna, þar sem ástandið er slæmt, og hins vegar hið byggingarfræðilega hagkvæmnissjónarmið að nýta fjármagnið fyrst og fremst til sem hagkvæmastra byggingaráfanga. þar sem fest hefur verið fé. — Liðurinn til að bæta héraðslæknisþjónustu hækkar um í millj., og er þá gert ráð fyrir, að keyptar verði sérstakar bifreiðir til afnota í læknislausum héruðum, þar sem fengnir eru læknar til að gegna störfum um stundarsakir. — Framlag til sjúkraflugs hækkar um 200 þús. kr., og þá er gert ráð fyrir því, að flugfélagið Ernir h.f. á Vestfjörðum fái 100 þús. kr. hækkun og Flugleiðir h.f. í Vestmannaeyjum fái styrk að upphæð 100 þús. kr. Það er í fyrsta skipti, sem það félag fær styrk, og hann er einkum veittur vegna tjóns, sem þetta félag varð fyrir á flugvél. — Nýr liður: Námskeið heilbrigðisstétta í millj. 500 þús., en þetta námskeið er fólgið í því að þjálfa ljósmæður til almennra hjúkrunarstarfa vegna skorts á hjúkrunarfólki.

Framlag til elliheimila hækkar um 600 þus. kr., það er aukinn rekstrarstyrkur. — Nýr liður: Til heilsuhælis á Norðurlandi 100 þús. kr. Þessi upphæð er veitt í sambandi við hugmyndir um byggingu heilsuhælis á Norðurlandi, en heilsuhælið í Hveragerði hefur ekki getað annað eftirspurn. — Þá er nýr liður: Til norræns tannlæknamóts, sem halda á hér á landi í júní 1972, 100 þús. kr., en búizt er við, að um 1000 útlendingar sæki þetta mót. Má segja, að við afgreiðslu þessa erindis og annarra slíkra um fjárveitingar í sambandi við þinghald og mót, sem haldin eru hér á landi, líti nefndin á þessi framlög á vissan hátt sem stuðning við ferðamál. — Framlag til félagssamtakanna Verndar hækkar um 100 þús. kr., en þessi samtök annast fangahjálp og njóta einnig styrks frá Reykjavíkurborg, sem m.a. leggur fram húsnæði, og auk þess nýtur það framlaga frá styrktarfélögum. — Framlag til áfengisvarna hækkar um 300 þús. í 3 millj. 163 þús., en áætlun frá áfengisvarnaráði lá ekki fyrir, þegar fjárlög voru samin. — Framlag til Stórstúku Íslands hækkar um 270 þús. í 900 þús.

Þá er næst fjmrn. Liðurinn embætti ríkisskattstjóra. Hækkar launaliður þar um í millj. 958 þús. kr., en þessi hækkun stafar af fjölgun starfsmanna rannsóknardeildar í þeim tilgangi að auka skatteftirlit frá því, sem nú er.

Styrktarfé og ýmis eftirlaun, embættismenn, liðurinn lækkar um 275 þús. kr., en sundurliðun kemur fram í sérstöku yfirliti á þskj. 174. — Styrktarfé og ýmis eftirlaun, ekkjur, lækkar um 429 þús. Sundurliðun kemur fram á sérstöku yfirliti á þskj. 174.

Ýmis lán ríkissjóðs, lánahreyfingar út. Liðurinn hækkar um 10 millj. 900 þús. vegna kaupa á jarðhitaréttindum í Námaskarði við Mývatn. — Nýr liður: Lífeyrissjóður bænda 10 millj. kr., en þar er um að ræða greiðslur á hlut eða iðgjaldi neytenda til lífeyrissjóðsins.

Samgrn.: Vegagerð, gjaldfærður stofnkostnaður hækkar um 53 millj. kr., og þar er um að ræða hækkun á framlagi ríkisins til vegagerðar úr 47 millj. kr. í 100 millj. — Vegagerð, til einstaklinga, heimila og samtaka. sá liður hækkar um 400 þús. kr., en þar er um að ræða hækkun á framlagi til að halda uppi gistingu og byggð og þá fyrst og fremst til Flókalundar og Bjarkarlundar, sem gert er ráð fyrir að fái 100 þús. kr. hækkun hvor. Enn fremur er ætlazt til, að upp verði tekinn þar nýr liður, 30 þús. kr. vegna gistiaðstöðu á Hólmavík.

Hafnarmannvirki og lendingarbætur, liðurinn hækkar um 62 millj. 435 þús. kr. Sundurliðun kemur fram á sérstöku yfirliti á þskj. 174. Í fjárlagafrv. var gert ráð fyrir um 100 millj. kr. fjárframlagi til hafnarframkvæmda og og lendingarbóta, en það kom fljótt í ljós, þegar athuguð voru gögn um áætlaða viðskiptastöðu hafna gagnvart ríkissjóði í árslok 1971, að lítt mundi sú upphæð duga til nýrra framkvæmda, því að nýtt vangreitt framlag ríkissjóðs, auk eldri halans frá því fyrir 1967, var áætlað hvorki meira né minna en um 80 millj. kr. í lok þessa árs. Orsakir hækkana þessara vangreiddu framlaga eru þessar: Í fyrsta lagi: Eðlileg kostnaðarhækkun frá áætlunargerð 8.5 millj. í öðru lagi: Breytt ákvörðun um það hlutfall, sem ríkissjóði ber að greiða af einstökum framkvæmdum. hækkun úr 40% framlaginu í 75%, nemur um 12.5 millj. Í þriðja lagi: Ríkishluti þeirra framkvæmda, sem flýtt hefur verið innan fjögurra ára framkvæmdaáætlunar og ekki var ráðgert að veita fyrr en nú, 21.5 millj. Í fjórða lagi: Breyting vegna lokauppgjörs verka frá árunum 1968-1970 3.5 millj. Og í fimmta lagi: Verk, sem unnin hafa verið algerlega utan við framkvæmdaáætlun á árinu 1971 og án nokkurra fjárlagaheimilda, 35.5 millj. Það eru því fleiri baggar, sem við er tekið, en gamli halinn, sem veittar eru á frv. 25.5 millj. kr. til að greiða. Sá nýi er orðinn sýnu stærri og hann hefur einkum vaxið á þessu ári. Þótt unnt mundi reynast að velta einhverju af þessum nýju skuldum áfram á næstu ár, er sýnt, að of lítill hluti þeirrar 62 millj. kr. hækkunar á framlagi til hafnarmannvirkja, sem ull. er gerð um, getur farið til greiðslu á nýjum framkvæmdum, vegna þeirrar skuldasöfnunar, sem hér hefur átt sér stað. — Ferjubryggjur, liðurinn hækkar um 69 þús. kr. Sundurliðun kemur fram á sérstöku yfirliti á þskj. 174. — Framlag til Hafnabótasjóðs hækkar um 5 millj. kr., en sjálfsagt þarf að gera fleiri ráðstafanir til þess að auka ráðstöfunarfé Hafnabótasjóðs. — Sjóvarnargarðar, liðurinn hækkar um 2 millj. 300 þús., og sundurliðun kemur fram á sérstöku yfirliti á þskj. 174.

Framlag til flugmálastjórnar hækkar um 35 millj. 300 þús., þar af er aukinn rekstur 10.3 millj., en 25 millj. renna til flugvallagerða og flugöryggismála. Framkvæmdir í flugvalla- og flugöryggismálum hafa verið verulega vanræktar á undanförnum árum, og er hér gerð tillaga um stefnubreytingu í þeim málum með hækkun fjárveitingar úr 31 millj. kr. á núgildandi fjárlögum í 75 millj. kr.

Þá er það iðnrn. Framlag til Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins hækkar um l millj. kr. og rekstrarstyrkur til Landssambands iðnaðarmanna hækkar um 100 þús. kr. — Þá er nýr liður: 10 millj. kr. til jarðvarmaveitna ríkisins. Þessi útgjaldahækkun fer til þess að greiða halla á rekstri gufurafstöðvar við Mývatn, en hún selur rafmagn til Kísiliðjunnar og Laxárvirkjunar, og virðast samningar um þá rafmagnssölu ekki hafa verið hagkvæmir jarðvarmaveitunum, þótt líta megi svo á, að hér sé að nokkru um tilraunastarfsemi að ræða, sem ekki sé óeðlilegt að kosta nokkru til.

Á því fjárlagafrv., sem lagt var fram í haust, varð að hækka launaliði um 800 millj. kr. vegna þeirra kjarasamninga við opinbera starfsmenn, sem gerðir voru fyrir um það bil einu ári í tíð viðreisnarstjórnarinnar. Þótt kjarasamningarnir væru gerðir í fyrrahaust og launahækkanirnar kæmu að verulegu leyti fram á þessu ári, þá gerði þáv. ríkisstj. ekki ráð fyrir útgjöldunum á núgildandi fjárlögum, að öðru leyti en því, að 270 millj. kr. voru látnar heita greiðsluafgangur á fjárlögum og átti hann að mæta þessum hækkunum. Á það mun þó hafa skort í reynd, og alls ekki var séð fyrir fjármunum til að kosta verðstöðvun eftir I. sept. eða til að mæta öðrum óhjákvæmilegum útgjöldum. ef henni yrði þá hætt. Fjárlög voru því í raun og veru afgreidd með halla. Þó gerir hv. 1. minni hl. fjvn. sér lítið fyrir á nál. sínu og telur þessar 270 millj. kr. ekki útgjöld, þegar hann her saman heildarútgjöld ríkissjóðs á núgildandi fjárlögum og fjárlagafrv. nú við 2. umr. Sú talnameðferð er mál út af fyrir sig, sem ég sé ekki ástæðu til að ræða hér frekar, en séu þessar 270 millj. kr. taldar útgjöld á núgildandi fjárlögum, sem rétt er, þurfti vegna samninga við opinbera starfsmenn s.I. haust að taka inn í fjárlagafrv., sem hér er til umr., nær 530 millj. kr. sem hækkun á launaliðum miðað við núgildandi fjárlög. Fyrir þessu hefur verið séð, en að öðru leyti er naumast um aðrar rekstrarkostnaðarhækkanir að ræða, nema þær, sem sjálfkrafa mun leiða af vísitöluhækkunum. Yfirgnæfandi hluti rekstrarkostnaðarhækkunar á sér því rætur í tíð fyrrv. ríkisstj. Hins vegar láta núv. stjórnarflokkar sér ekki nægja ámóta fjárveitingar og þær, sem undanfarin ár hafa runnið til að tryggja afkomu bótaþega í landinu og til þjóðnauðsynlegustu framkvæmda. Fyrrv. ríkisstj. setti skömmu fyrir kosningar lög um hækkun bóta almannatrygginga, án þess að þurfa að sjá fyrir tekjum. Samkvæmt fjárlagafrv. hækka lífeyrisbætur almannatrygginga á næsta ári um 460 millj. kr. miðað við núgildandi fjárlög, aðallega vegna þessara laga. Fyrir hluta ríkissjóðs af þessari upphæð hefur verið séð á fjárlagafrv., en við það hefur ekki verið látið sitja, heldur hefur nú verið lagt fram nýtt frv. um hækkun bóta almannatrygginga um 310 millj. kr., og vænta má enn verulegrar hækkunar vegna launahækkana í landinu, þannig að líklegt er, að miðað við núgildandi fjárlög verði hækkun bóta lífeyristrygginga almannatrygginganna ekki fjarri 1 milljarði á þeim fjárlögum, sem hér verða afgreidd áður en þinghaldi lýkur um jól. Samkvæmt fjárlagafrv. og þeim brtt., sem fluttar eru á þskj. 174 og 177, er áætlað, að framlög til almannatrygginga og verklegra framkvæmda hækki á næsta ári um 50%. Framlag til bygginga og verktegra framkvæmda hækki á næsta ári um 50%. Þar er m. a., eins og nánar er rakið í nál. meiri hl. fjvn., gert ráð fyrir hækkun á framlagi til sjúkrahúsabygginga og læknabústaða um 110 millj. kr. eða 62%. Til hafnarmannvirkja og lendingarbóta um 62 millj. kr. eða 63% hækkun. Til flugvalla og öryggisþjónustu hækkun um 44 millj. kr. eða 142% hækkun. Til barna- og gagnfræðaskóla 106 millj. kr. hækkun eða 37%. Til iðnskóla 12 millj. kr. hækkun eða 90%. Til rafvæðingar í sveitum, hækkun 18 millj. kr. eða 56%. Og til vegamála, hækkun 53 millj. kr. eða 113%. Framlag til fjárfestingar- og lánasjóða mun hækka á næsta ári um 218 millj. kr. eða um 25%.

Á undanförnum árum hefur verið staðið mjög gegn eðlilegri aukningu starfsliðs og þjónustu í sjúkrahúsum samhliða því, að ríkisháknið var að öðru leyti þanið út. Nú er gert ráð fyrir að bæta fyrir þessa vanrækslu stig af stigi og hefja fyrstu úrbætur með sérstakri hækkun á fjárframlagi. Þá er það mjög áberandi við afgreiðslu fjárlaga nú, að betur er en áður komið til móts við óskir hinna ýmsu félagssamtaka almennings um fjárstuðning. en þær fjárveitingar hafa rýrnað mjög á undanförnum verðbólguárum. Það, sem einkennir fyrst og fremst afgreiðslu fjárlaga að þessu sinni, er í fyrsta lagi: Stórfelldari aukning framlags til lífeyristrygginga almannatrygginga en áður hefur þekkzt. Í öðru lagi: Mjög mikil hækkun til nauðsynlegustu samfélagslegra framfara og til fjárfestingar- og lánasjóða, svo að um algera stefnubreytingu er að ræða. Í þriðja lagi: Aðhald í rekstrarkostnaði ríkisins. Og í fjórða lagi: Breytt afstaða að því er varðar stuðning við félagssamtök almennings í landinu.

Við afgreiðslu fyrstu fjárlaga hv. núv. ríkisstj. koma því fram grundvallaratriði í stefnu hennar, stórauknar samfélagslegar framkvæmdir og aukin samhjálp og félagshyggja í þjóðfélaginu.

Ég legg svo til, herra forseti, að þær brtt., sem fjvn. flytur á þskj. 174 og 177, verði samþykktar og frv. að lokinni þessari umr. vísað til 3. umr.