29.02.1972
Sameinað þing: 43. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1209 í D-deild Alþingistíðinda. (4928)

164. mál, nefndaskipanir og ráðning nýrra starfsmanna

Jón Árm. Héðinsson:

Herra forseti. Mig langar aðeins til að gera fsp. um svokallaða bremsunefnd. Ég held, að um hana séu lög nr. 48 frá 1958. Þessi nefnd á að hafa eftirlit með nýjum mannaráðningum. Hversu oft hefur verið leitað til þessarar nefndar um viðbótarfólk hjá núv. hæstv. ríkisstj., og er í bígerð einhver endurskoðun á þessu ráðningarkerfi starfsmanna ríkisins? Þegar ég var að vinna í fjvn. í haust, kom í ljós, að fjöldi manna er lausráðinn viða úti um allt land hjá ýmsum ríkisstofnunum. Þetta ástand er ófremdarástand, og þetta fólk hefur engin sérstök réttindi, það greiðir ekki í lífeyrissjóði, og starfssvið þess er óvisst og er háð ákvörðun viðkomandi forstjóra eða ábyrgðarmanns viðkomandi stofnunar.