11.10.1971
Sameinað þing: 0. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 11 í B-deild Alþingistíðinda. (5)

Þingsetning

Frsm. 2. kjördeildar (Auður Auðuns):

Herra forseti. 2. kjördeild hefur haft til athugunar kjörbréf þm. í l. kjördeild, og skal ég nú lesa upp nöfn þeirra þm., sem kjördeildin athugaði kjörbréf fyrir. Ég mun fyrst lesa upp nöfn þm. kjörinna í kjördæmum, og eru kjörbréf útgefin af hlutaðeigandi yfirkjörstjórnum kjördæmanna.

1. Kjörbréf Ágústs Þorvaldssonar, Brúnastöðum, Árnessýslu, sem 2. þm. Sunnl.

2. Kjörbréf Bjarna Guðbjörnssonar, Ísafirði, sem 4. þm. Vestf.

3. Kjörbréf Björns Jónssonar, Hrafnagilsstræti 12, Akureyri, sem 6. þm. Norðurl. e.

4. Kjörbréf Eysteins Jónssonar sem 1. þm. Austf.

5. Kjörbréf Gísla Guðmundssonar, Hóli, Langanesi, sem l. þm. Norðurl. e.

6. Kjörbréf Gunnars Thoroddsen sem 5. þm. Reykv.

7. Kjörbréf Jóhanns Hafstein sem 1. þm. Reykv.

8. Kjörbréf Jóns Skaftasonar, Sunnubraut 8, Kópavogi, sem 2. þm. Reykn.

9. Kjörbréf Lárusar Jónssonar, Hrafnagilsstræti 39, Akureyri, sem 5. þm. Norðurl. e.

10. Kjörbréf Magnúsar Kjartanssonar sem 3. þm. Reykv.

11. Kjörbréf Matthíasar Á. Mathiesen, Hringbraut 59, Hafnarfirði, sem 1. þm. Reykn.

12. Kjörbréf Ólafs Jóhannessonar, Aragötu 13, Reykjavík, sem l. þm. Norðurl. v.

13. Kjörbréf Péturs Sigurðssonar sem 10. þm. Reykv.

14. Kjörbréf Þorvalds Garðars Kristjánssonar, Skildinganesi 48, Reykjavík, sem 5. þm. Vestf.

Þá hafði n. einnig til athugunar kjötbréf tveggja varaþm., þ.e. kjörbréf Sigurðar E. Guðmundssonar, sem er 7. varaþm. Alþfl. í Reykjavík, og kjörbréf Björns Sveinbjörnssonar, Erluhrauni 8, Hafnarfirði, sem er 1. varaþm. Framsfl. í Reykjaneskjördæmi.

Þá eru kjörbréf útgefin af landskjörstjórn:

Kjörbréf 10. landsk. þm., Geirs Gunnarssonar, en hann hlaut 3. uppbótarþingsæti Alþb.

Kjörbréf 6. landsk. þm., Helga Friðrikssonar Seljans, sem hlaut 2. uppbótarþingsæti Alþb.

Kjörbréf 5. landsk. þm., Stefáns Gunnlaugssonar, sem hlaut 3. uppbótarþingsæti Alþfl.

Kjörbréf 4. landsk. þm., Svövu Jakobsdóttur, sem hlaut l. uppbótarþingsæti Alþb.

Ég vil láta þess getið, að eitt kjörbréf barst kjördeildinni ekki í hendur, sem hún mundi ella hafa átt að athuga. Það var kjörbréf Gylfa Þ. Gíslasonar.

Ég hef nú lesið upp nöfn þeirra þm., sem 2. kjördeild átti að athuga kjörbréf fyrir, og kjördeildin hefur sem sé athugað kjörbréfin og leggur einróma til, að kosning þessara þingmanna verði tekin gild og kjörbréfin samþykkt.