18.04.1972
Sameinað þing: 57. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1257 í D-deild Alþingistíðinda. (5038)

239. mál, kjarnfóðurinnflutningur

Fjmrh. (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseti. Sem svar við þessari fsp. á þskj. 514 hef ég fengið upplýsingar frá Hagstofu Íslands þann 14. þ, m. Svarið er á þessa leið:

Á tímabilinu sept.-des. 1971 voru flutt inn 19 132.4 tonn. Fob-verðmæti er 116 413 kr., en cif-verðmæti 140 920 kr. Jan.–febr. 1972 voru flutt inn 7496 tonn, fobverðmæti 48 404 kr., cif-verðmæti 58 813 kr. Samtals er þetta á þessu tímabili 26 628.4 tonn, fob-verðmæti 164 817 kr. og cif 199 733 kr. Það skal tekið fram, að tölur um innflutning í marz liggja ekki fyrir enn þá og geta ekki legið fyrir fyrr en seint í yfirstandandi mánuði. Segja má, að ofangreint fob-verðmæti sé það, sem þjóðin hefur orðið að greiða fyrir innflutt skepnufóður á þessu tímabili, en það er, eins og áður sagði, 164 817 kr.