09.05.1972
Sameinað þing: 65. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1290 í D-deild Alþingistíðinda. (5091)

265. mál, stofnun Leiklistarskóli ríkisins

Fyrirspyrjandi (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðh. svörin. Af þeim má ráða, að það er rétt, sem ég sagði í þeim orðum, sem ég mælti í upphafi, að þótt það liggi nú fyrir, að engir nemendur verði teknir í Leikskóla Þjóðleikhússins á næsta hausti og engir ungir leikarar geti þannig hafið nám í leiklist á hausti komanda, hefur samt ekki enn verið tekin endanleg ákvörðun um það, hvernig menntun íslenzkra leikara skuli hagað í framtiðinni. Ég fagna síðustu orðum hæstv. ráðh. og vil heita á hann og raunar fjmrh. hæstv. ekki siður að taka sem fyrst endanlega ákvörðun um stofnun leikskóla og það, hverra kosta ungir leikarar eiga völ varðandi menntun í leiklist. Undir því er framtið íslenzkrar leiklistar komin. Ég skora eindregið á hæstv. ríkisstj. að taka sem allra fyrst endanlegar ákvarðanir í þessu mikilvæga máli.