16.05.1972
Sameinað þing: 71. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1301 í D-deild Alþingistíðinda. (5112)

275. mál, menntaskólar í Reykjaneskjördæmi

Menntmrh. (Magnús T. Ólafsson):

Herra forseti. Sjálfsagt er að verða við tilmælum hv. 1. þm. Reykn., að honum og öðrum þm. kjördæmisins verði látin í té eintök af skýrslu þeirri, sem rætt er um í fsp„ sem hér liggur fyrir.

Hv. 5. landsk. þm. beindi til mín munnlegri fsp., og ef ég hef tekið rétt eftir, var hún á þá leið, hvort ég geti gefið bindandi fyrirheit nú þegar um formlega stofnun menntaskóla í Flensborgarskóla á þessu hausti. Svar mitt við þessari spurningu er nei.