20.12.1971
Sameinað þing: 27. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 733 í B-deild Alþingistíðinda. (530)

1. mál, fjárlög 1972

Menntmrh. (Magnús T. Ólafsson):

Herra forseti. Ég þakka hv. 1. þm. Sunnl. falleg orð í minn garð og eiginlega siðferðisvottorð. En ég verð þó að standa við mína upphaflegu ætlun og lýsa furðu minni á því, að hann telur till. þá, sem fyrir liggur á þskj. 276 svo óljósa, að ómögulegt sé að skilja hana án þeirra skýringa, sem ég hafi veitt hér í minni fyrri ræðu. Ég mótmæli því harðlega, að till. sé svo óljós, að þar sé nokkurt tilefni til að gera ráð fyrir, eins og hv. I. þm. Sunnl. sagði, að menntmn. sendi till., sem þær gangi frá, til ráðh. og hann úrskurði svo um þær, því að hér stendur með feitu letri í till. sjálfri: „Heiðurslaun listamanna samkv. ákvörðun Alþingis.“ Síðan kemur bein upptalning og síðan þessi viðbót, sem er mín brtt. Hvað þarf eiginlega að tala ljóst til þess að hv. þm. skilji?