16.12.1971
Neðri deild: 27. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 782 í B-deild Alþingistíðinda. (566)

127. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Forsrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Ég vil svara hv. 1. þm. Reykv. því, að það var alls ekki að ástæðulausu, að ég drap á þau atriði í mínu máli, sem ég gerði, vegna þess að það höfðu margir hv. stjórnarandstæðingar talað um málið á víð og dreif og blandað almennt efnahagsmálum inn í þetta, sem er heldur ekkert óeðlilegt. Ég tel það alveg fyllilega eðlilegt, að í sambandi við breytingu á lögum um tekjuskatt og eignarskatt, sem er í samfylgd með frv. um tekjustofna sveitarfélaga og um frv. um almannatryggingar sé rætt um efnahagsmál og efnahagsástandið almennt.