09.03.1972
Efri deild: 53. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1117 í B-deild Alþingistíðinda. (666)

133. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Frsm. 1. minni hl. (Auður Auðuns):

Herra forseti. Ég skal lofa því að vera afar stuttorð, enda er hæstv. félmrh. ekki hér í d. Ég hefði e.t.v. freistazt til að svara nokkrum orðum, sem hann beindi til mín í sinni ræðu. En ástæðan til þess, að ég er komin hér upp í ræðustól. er sú, að flytja tvær örstuttar brtt. Það mun hafa fallið niður úr handriti brtt. okkar 1. minni hl. heilbr.- og félmn. um, að niður féllu orðin „álags á fasteignaskatt“ á einum stað í frv. Síðan er komin fram brtt. frá meiri hl. heilbr.- og félmn. við sömu mgr. í sömu frvgr. og þessi brtt. meiri hl. er á þskj. 432. Brtt. frá okkur í 1. minni hl. heilbr.- og félmn. við þessa brtt. er sú, að orðin „innheimtir fasteignaskatt með fullu álagi, sbr. 3. mgr. 3. gr.“ falli niður. Þetta er til samræmis við þá brtt., sem við flytjum um að álagsheimildin verði afnumin. Fari svo, að þessi brtt. verði felld, þá er hér varatillaga við frvgr. sjálfa, 15. gr., að síðari málsliður 1. mgr. falli niður, en þar segir, að rn. sé heimilt að krefjast þess, að sveitarfélög, sem aðstoðar njóta, innheimti fasteignaskatt með álagi samkv. 3. mgr. 3. gr.

Ég leyfi mer að afhenda hæstv. forseta þessar brtt. með ósk um að leitað verði afbrigða, svo að þær megi koma til afgreiðslu.