20.03.1972
Neðri deild: 54. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1247 í B-deild Alþingistíðinda. (757)

137. mál, skipan dómsvalds í héraði

Forsrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Ég vil aðeins leyfa mér að þakka hv. allshn. fyrir afgreiðslu á þessu máli. Eins og fram kom hjá hv. frsm. og eins og sést á þeim brtt., sem hér liggja fyrir, þá hefur n. Lagt til nokkra rýmkun á þeim heimildum, sem upphaflega fólust í þessu frv. Ég get að sjálfsögðu ekki verið á móti því að fá rýmkaðar heimildir í þessu efni, þó að ég telji það að vísu ekki þá æskilegustu skipan á dómsmálum, að fjöldi dómara sé háður vilja dómsmrh. En ég vil lýsa yfir því, eins og ég gat um reyndar við 1. umr. þessa máls, að ég tel þá lausn, sem í þessu frv. felst, enga fullnægjandi lausn í þessum málum, og ég mun við fyrstu hentugleika efna til allsherjarendurskoðunar á skipan dómsmála og dómsmátakerfinu.