20.03.1972
Efri deild: 60. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1259 í B-deild Alþingistíðinda. (806)

161. mál, lántaka vegna kaupa á þyrlu og viðgerðar á varðskipinu Þór

Frsm. (Halldór Kristjánsson):

Herra forseti. Það þarf ekki að eyða orðum að því, að þyrlur eru mjög hagnýt, gagnleg björgunartæki, og Landhelgisgæzlunni er því mikil nauðsyn að hafa yfir að ráða nokkuð öflugri þyrlu til slíkra hluta, því að veðrum er nú þannig háttað hér við land og þá ekki sízt, þegar hvað mest nauðsyn er, að björgunarstörf séu unnin, að þar duga ekki nema nokkuð öflugar og kraftmiklar þyrlur. Ég sé ekki, að það sé neinn velgerningur að vera að fjölyrða um þessa hluti hér, svo augljósir sem þeir eru, en hins vegar, þegar n. athugaði málið, þá lá það fyrir, að sú fjárhæð. sem nefnd var í frv., mundi ekki duga til kaupa á þyrlu, eins og viðunandi þætti, og því leggur n. til, að í stað þess, að heimild sé bundin við lántöku allt að 26 millj. kr., sé fjárhæðin 45 millj. kr.