06.03.1972
Efri deild: 50. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1272 í B-deild Alþingistíðinda. (836)

33. mál, Stýrimannaskólinn í Reykjavík

Menntmrh. (Magnús T. Ólafsson):

Herra forsetl. Þar sem hér er um það að ræða í rauninni, hvort taka eigi upp í lög fleiri staði til námskeiðahalds en þá, sem þegar eru taldir þar, þ.e. einn í hverjum landsfjórðungi, og þar sem vandséð er, hvar nema ber staðar, ef farið er út í slíka upptalningu, og þar sem þess hefur hingað til verið gætt og verður vonandi í framtiðinni að nota heimildina um sérstök námskeið, þegar nemendafjöldi réttlætir, þá segi ég nei.