10.10.1972
Sameinað þing: 1. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1 í B-deild Alþingistíðinda. (1)

Þingsetning

Að lokinni guðsþjónustu gengu þingmenn aftur til alþingishússins, fundarsals neðri deildar. Þessir menn skipuðu þingið:

1. Auður Auðuns, 6. þm. Reykv.

2. Ágúst Þorvaldsson, 2. þm. Sunnl.

3. Ásgeir Bjarnason, 1. þm. Vesturl.

4. Benedikt Gröndal, 8. landsk. þm.

5. Bjarni Guðbjörnsson, 4. þm. Vestf.

6. Bjarni Guðnason, 3. landsk. þm.

7. Björn Fr. Björnsson, 4. þm. Sunnl.

8. Björn Jónsson, 6. þm. Norðurl. e.

9. Björn Pálsson, 3. þm. Norðurl. v.

10. Eðvarð Sigurðsson, 8. þm. Reykv.

11. Eggert G. Þorsteinsson, 1. landsk. þm.

12. Einar Ágústsson, 11. þm. Reykv.

13. Ellert B. Schram, 9. landsk. þm.

14. Eysteinn Jónsson, 1. þm. Austf.

15. Friðjón Þórðarson, 4. þm. Vesturl.

16. Garðar Sigurðsson, 5. þm. Sunnl.

17. Geir Gunnarsson, 10. landsk. þm.

18. Geir Hallgrímsson, 2. þm. Reykv.

19. Gils Guðmundsson, 4. þm. Reykn.

20. Gísli Guðmundsson, 1. þm. Norðurl. e.

21. Guðlaugur Gíslason, 3. þm. Sunnl.

22. Gunnar Gíslason, 2. þm. Norðurl. v.

23. Gunnar Thoroddsen, 5. þm. Reykv.

24. Gylfi Þ. Gíslason, 7. þm. Reykv.

25. Halldór E. Sigurðsson, 3. þm. Vesturl.

26. Hannibal Valdimarsson, 3. þm. Vesf.

27. Helgi F. Seljan, 6. landsk. þm.

28. Ingólfur Jónsson, 1. þm. Sunnl.

29. Ingvar Gíslason, 3. þm. Norðurl. e.

30. Jóhann Hafstein, 1. þm. Reykv.

31. Jón Árnason, 2. þm. Vesturl.

32. Jón Árm. Héðinsson, 5. þm. Reykn.

33. Jón Skaftason, 2. þm. Reykn.

34. Jónas Árnason, 5. þm. Vesturl.

35. Karvel Pálmason, 7. landsk. þm.

36. Lárus Jónsson, 5. þm. Norðurl. e.

37. Lúðvík Jósepsson, 2. þm. Austf.

38. Magnús Jónsson, 2. þm. Norðurl. e.

39. Magnús Kjartansson, 3. þm. Reykv.

40. Magnús T. Ólafsson, 9. þm. Reykv.

41. Matthías Bjarnason, 2. þm. Vestf.

42. Matthías Á. Mathiesen, 1. þm. Reykn.

43. Oddur Ólafsson, 3. þm. Reykn.

44. Ólafur G. Einarsson, 11. landsk. þm.

45. Ólafur Jóhannesson, 1. þm. Norðurl. v.

46. Páll Þorsteinsson, 3. þm. Austf.

47. Pálmi Jónsson, 5. þm. Norðurl. v.

48. Pétur Pétursson, 2. landsk. þm.

49. Pétur Sigurðsson, 10. þm. Reykv.

50. Ragnar Arnalds, 4. þm. Norðurl. v.

51. Ragnhildur Helgadóttir, 12. þm. Reykv.

52. Stefán Gunnlaugsson, 5. landsk. þm.

53. Stefán Valgeirsson, 4. þm. Norðurl, e.

54. Steingrímur Hermannsson, 1. þm. Vestf.

55. Steinþór Gestsson, 6. þm. Sunnl.

56. Svava Jakobsdóttir, 4. landsk. þm.

57. Sverrir Hermanasson, 4. þm. Austf.

58. Vilhjálmur Hjálmarsson, 5. þm. Austf.

59. Þorvaldur G. Kristjánsson, 5. þm. Vestf.

60. Þórarinn Þórarinsson, 4. þm. Reykv.

Forseti Íslands setur þingið.

Þá er þingmenn höfðu skipað sér til sætis, gekk forseti Íslands, Kristján Eldjárn, til ræðustóls.

Forseti Íslands (Kristján Eldjárn): Hinn 18. f.m. var gefið út svofellt bréf:

„Forseti Íslands gjörir kunnugt:

Ég hef ákveðið, samkvæmt tillögu forsætisráðherra, að Alþingi skuli koma saman til fundar þriðjudaginn 10. október 1972.

Um leið og ég birti þetta, er öllum, sem setu eiga á Alþingi, boðið að koma nefndan dag til Reykjavíkur, og verður þá Alþingi sett að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni, sem hefst kl. 13.80.

Gjört í Reykjavík, 18. september 1972.

Kristján Eldjárn.

Ólafur Jóhannesson.

Forsetabréf um að Alþingi skuli koma saman til fundar þriðjudaginn 10. október 1972.“

Samkvæmt bréfi því, sem ég nú hef lesið, lýsi ég yfir því, að Alþingi Íslendinga er sett. Ég býð yður alla, alþingismenn, heila til þings komna og óska þess, að blessun fylgi störfum Alþingis.

Ég bið yður að rísa úr sætum og minnast ættjarðarinnar.

[Þingheimur stóð upp og forsætisráðherra, Ólafur Jóhannesson, mælti: „Heill forseta vorum og fósturjörð. Ísland lifi“ Tóku þingmenn undir þau orð með ferföldu húrrahrópi.]

Samkvæmt 1. gr. þingskapa ber nú aldursforseta að stjórna fundi þar til kosning forseta sameinaðs Alþingis hefur farið fram, og bið ég aldursforseta, Hannibal Valdimarsson, 3. þingmann Vestfirðinga, að ganga til forsetastóls.