19.12.1972
Efri deild: 29. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1410 í B-deild Alþingistíðinda. (1015)

114. mál, verðlagsmál

Sjútvrh. (Lúðvík Jósepsson):

Herra forseti. Hér er um að ræða frv. til l. um breyt. á I. um verðlagsmál. Þetta er frv. í mjög svipuðum stíl og frv., sem hafa verið lögð fyrir Alþ. á nokkrum undanförnum þingum, en eins og kunnugt er hefur sú skipan, sem gert er ráð fyrir í þessu frv. um verðlagsnefnd, verið í gildi í nokkuð mörg ár, en alltaf verið ákveðin frá ári til árs, þannig að framlengja hefur þurft þetta um hver áramót. Nú er gerð sú breyting á í þessum efnum, að hér er ekki um framlengingu að ræða til eins árs, heldur um óákveðinn tíma, svo að það verður sem sagt að koma til ný breyting á skipan þessara mála, ef Alþ. sýnist svo. En þar sem ég veit, að öllum hv. alþm. er vel kunnugt um þetta mál, sé ég ekki þörf á því að ræða það hér og útskýra það fyrir neinum, en vænti þess, að þar sem það hefur gengið í gegnum Nd., þá fái það skjóta afgreiðslu í þessari hv. d., en legg til, að að lokinni þessari umr. þá verði málinu vísað til 2. umr. og fjh.- og viðskn.