19.12.1972
Neðri deild: 29. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1428 í B-deild Alþingistíðinda. (1046)

78. mál, tollskrá o.fl.

Fjmrh. (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseti. Þegar þetta frv. var lagt fram í hv. Ed., gerði ég grein fyrir frv., en hér er eingöngu um það að ræða að samþykkja tollskrá okkar í samræmi við það samkomulag, sem gert hefur verið með Brüssel-samþykktinni. Þessi tollskrárbreyting nær ekki til neinna annarra atriði heldur en þar er um að ræða og frv. eingöngu flutt til þess að standa við þennan samning. Eins og ég gat þá um, ber nauðsyn til að fá frv. afgreitt fyrir áramót, vegna þess að samkomulagið tekur gildi 1. jan. n.k.

Ég vænti þess, að það verði eins í þessari hv. d. og hv. Ed., að samkomulag verði um að greiða fyrir frv., og legg til, herra forseti, að að lokinni þessari umr. verði því vísað til 2. umr. og fjh.- og viðskn.