19.12.1972
Neðri deild: 30. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1477 í B-deild Alþingistíðinda. (1068)

132. mál, siglingalög

Félmrh. (Hannibal Valdimarsson):

Herra forseti. Það er réttmæt aths. hjá hv. þm., sem nú lauk máli sínu, að það væri ekki rétt að afgreiða þetta frv. úr d. á undan frv. um breyt. á tryggingal. Þetta frv. er, eins og ég áðan sagði, flutt til samræmis við þá breytingu, en málið er núna til 1. umr. og fer til n., og það eru allir möguleikar á því að ljúka ekki afgreiðslu þessa máls, fyrr en séð verður, hvaða afgreiðslu hitt frv. fær. Það er rétt meðferð og verður ekki til baga, þó að við göngum hér frá 1. umr., þar sem tíminn er knappur.