19.12.1972
Neðri deild: 30. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1491 í B-deild Alþingistíðinda. (1084)

39. mál, orlof

Frsm. (Stefán Valgeirsson):

Herra forseti. N. hefur athugað frv. og mælir með samþykkt þess, eins og það kom frá Ed. Nm, áskilla sér þó rétt til þess að flytja eða fylgja brtt. Ástæðan fyrir því er sú, að nm. fannst 1. gr. dálítið einkennilega orðuð, en þó að við hefðum lögspekinga og málvísindamenn í n., fundum við ekkert annað orðalag á henni til þess að ná því, sem í raun og veru þurfti, því að við vorum efnislega sammála um gr., þó að okkur fyndist leiðinlegt mál á henni.

Í þessu frv. felast þrjár meginbreytingar á lögunum. Niður falli, að eigi skuli reikna orlofsfé af greiðslum, sem ekki eru tekjuskattsskyldar hjá orlofsþega. Það eru fyrst og fremst sjómenn og giftar konur, sem vinna úti, sem þetta munu eiga við. Í öðru lagi, að vangreitt orlofsfé má taka með lögtaki, það er 2. brtt. Og í þriðja lagi, að kostnaður við framkvæmd laganna greiðist úr ríkissjóði.