20.12.1972
Neðri deild: 32. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1567 í B-deild Alþingistíðinda. (1140)

121. mál, launaskattur

Fjmrh. (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseti. Út af fsp. hv. 1. þm. Reykn. vil ég taka það fram, sem ég tók hér fram við 1. umr., að ég væri fús að samþykkja, að þetta væri aðeins til eins árs, — vil raunar skýra frá, að ég hafði gert ráð fyrir, að það yrði aðeins um eins árs framlengingu að ræða. Þáð er rétt, sem hann sagði, að þetta var bundið við niðurgreiðslur, sem voru teknar upp 1970. Þeim niðurgreiðslum er öllum haldið, og er gert ráð fyrir að halda þeim öllum á árinu 1973, og þess vegna er farið fram á þessa framlengingu. Hins vegar, eins og ég hef oft sagt hér áður, er unnið að allsherjarendurskoðun á tekjuöflunarkerfi ríkisins, og þess vegna sé ég ekki ástæðu til annars en fá bara ársframlengingu á þessum þætti, sem tengdur var saman við það, sem enn þá er í gildi.