20.12.1972
Neðri deild: 33. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1591 í B-deild Alþingistíðinda. (1175)

95. mál, almannatryggingar

Frsm. (Jón Skaftason):

Herra forseti. Hæstv. heilbr.- og trmrh, hefur dregið brtt. sína á þskj. 229 til baka. Við flm. skriflegrar brtt. um sama efni, er áðan var lýst við 3. umr., drögum till. okkar til baka. ríkisstj. mun hafa gefið það fyrirheit í haust, að hún mundi beita sér fyrir nýrri lagasetningu um slysatryggingar sjómanna fyrir næstu áramót, er leyst gætu af hólmi það ákvæði siglingal. um það efni, sem sett var á síðasta þingi. Í trausti þess, að staðið verði við það fyrirheit, svo fljótt sem við verður komið, er áður nefnd brtt. einnig dregin til baka.

Um afstöðu Framsfl. vil ég taka fram, að hann er algerlega andvígur því, að slík tryggingastarfsemi sé einskorðuð við eitt tryggingafélag eða stofnun, nema að undangengnu útboði. Ég tel enn fremur eðlilegt, að staðið verði við það samkomulag, sem orðið var um upphæð bóta og fram kom í upphaflegri till. trmrh.