20.12.1972
Efri deild: 39. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1634 í B-deild Alþingistíðinda. (1217)

121. mál, launaskattur

Geir Hallgrímsson:

Herra forseti Ég vildi aðeins gera grein fyrir þeim fyrirvara, sem við Jón G. Sólnes, hv. 2. þm. Norðurl. e., höfum í sambandi við nál. þetta. Við mælum með samþykkt þess með þeim fyrirvara, sem við byggjum á yfirlýsingu hæstv. fjmrh., að því er tekur til notkunar á þessum tekjustofni, 11/2% launaskatti, að hann verði nýttur eins og áður til niðurgreiðslna á neyzluvörum almennings, er inn í vísitölu ganga. Við teljum einnig til bóta að þessu leyti, að gildistími skattsins er eingöngu til loka ársins 1973. Á hinn bóginn er það til baga, að hið sama gildir um fastan tekjustofn til byggingarsjóðs ríkisins, 1% launaskatt, sem þannig er um leið tímabundinn. Það teljum við að vísu ástæðulaust. En með vísun til þess, sem hér hefur áður verið sagt af hv. frsm., er ekki ástæða til að gera brtt. af þessu tilefni við þetta frv., og með vísun til þeirrar grg., sem ég hér hef gefið, munum við greiða atkv. með frv.