20.12.1972
Efri deild: 39. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1634 í B-deild Alþingistíðinda. (1218)

121. mál, launaskattur

Jón Árm. Héðinsson:

Herra forseti. Ég skal vera stuttorður. Ég skrifaði undir með fyrirvara, vegna þess að ég vildi láta það koma fram vegna yfirlýsingar hæstv. fjmrh. í Nd., að ég er hlynntur því, að þetta 11/2 % fari í niðurgreiðslur og vitna í orð síðasta ræðumanns hér varðandi þann þátt og þarf ekki að hafa orð mín fleiri í þessu efni.