12.10.1972
Sameinað þing: 2. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 11 í B-deild Alþingistíðinda. (13)

Umræður utan dagskrár

Gylfi Þ. Gíslason:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. viðskrh. svörin. Út af fyrir sig fagna ég því, að ríkisstj. skuli ætla að greiða vísitöluna niður sem fiskverðshækkuninni svarar, þannig að launþegurþegum sé ekki ætlað að bera byrði vegna fiskverðshækkunarinnar. En ég harma það, að ríkisstj. skuli ekki hafa dugað sá tími, sem leið frá því, að fiskverðshækkun til fiskseljenda var ákveðin, og til dagsins í dag, til að taka ákvörðun í málinu. Það er því miður allt of algengt, að ríkisstj. sé sein til þess að taka sjálfsagðar og nauðsynlegar ákvarðanir, og ég legg áherzlu á, að það dragist ekki úr hömlu að taka þá ákvörðun, því að þangað til hún er tekin verða neytendur að bera stórhækkað fiskverð bótalaust.